Dómadags rausari af gamla skólanum

Það er alltaf sama viðkvæðið hjá Jóhönnu "Skjaldborg" Sigurðardóttur að ef fólkið í kringum hana gerir ekki nákvæmlega eins og hún segir, þá fari allt til fjandans.

Og þessar spár hennar sýna ótvírætt að hún hefur menntað sig á sviði hagfræði, eða hvað?

Humms nei ... hún er menntuð FLUGFREYJA.  
Fólk segir að hún hafi verið svo lengi í stjórnmálum að hún hlýtur að kunna allt í efnahagsstjórnun. 
Ég bara spyr: Þarf fólk ekki að læra grundvöllinn allavega í einhverjum hlutlausum skóla? 

Tökum sem dæmi flugfreyju sem hefur verið 30 ár að þjóna fólki í farþegarými (félagsmálum), hún hlýtur að kunna allt í sambandi við flug og getur jafnvel flogið vélinni með alla þessa reynslu í farþegarýminu?
Neibb: Hún hefur aldrei lennt í því að nauðlenda flugvél eða lært nokkuð til þess. 

Það er stóri munurinn á að vera flugfreyja og flugstjóri.

Flugstjórar hafa gengið í gegnum þjálfun og lærdóm á ýmsu sem viðkemur flugi og þeim hættum sem þar leynast.  Og kunna þarmeð að bregðast við ýmsu því sem kemur ekki upp daglega. Þarna er ég að tala um hagfræðnám og í tilfelli Jóhönnu þá vanntar þessa kunnáttu alveg.

Auðvitað er svo Jóhanna og samfylkingin að gæta hagsmuna Breta og Hollendinga, því annars getur minnihluti þjóðarinnar (samfylkingin) ekki sótt um aðild að ESB.

Þetta er helsta áhyggjuefni samfylkingarinnar og Jóhönnu "Skjaldborgar", því að með ESB forræði, hljóta öll áhyggjuefni þjóðarinnar (samfylkingarinnar) að leysast.  

Þetta finnst mér vera gjörsamlega vanhæf og hugmyndalaus ríkisstjórn!


mbl.is Frostavetur falli Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þessi (ó)stjórn er gersamlega vanhæf, óhæf, máttlaus, stjórnlaus, skilningslaus og fattlaus. Góður pistill hjá þér og vonandi fara önnur önnur öfl að gera hallarbyltingu líkt og VG gerði í vetur og Gleymgrímur Reykás komst að kjötkatlinum eftir áratuga baráttu og situr og stendur eftir því hvað Djóka segir honum að gera.

Sævar Einarsson, 26.11.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ef einhver er að taka sér eitthvað nýtt fyrri hendur (Steingrímur að vera í ríkisstjórn t.d.) fær viðkomandi "reynslutíma" og ef viðkomandi stendur sig EKKI þá er hann látinn bakka út úr djobbinu ekki satt og sagt að halda sig við það sem hann gerir best (Steingrímur að vera í stjórnarandstöðu). Sama má segja um Jóhönnu hún  á bara að vera Félagsmálaráðherra (líka í skuggamálaráðuneytinu) hún var góð í að afla peninga (væla út) handa þeim sem fáir vildu gerast talsmenn fyrir. Að  stjórnborðinu vil ég fá fólk sem hefur eitthvað minnsta vit á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í raunheimum en ekki einhverja sem hafa "bara ákveðna skoðun á hvernig hlutirnir eigi að vera" en vita ekkert um hvað þeir eru að tala.

Sverrir Einarsson, 27.11.2009 kl. 10:17

3 Smámynd:

Ráðherrar ættu ekki að vera pólitískt kjörnir. Til ráðherra á að ráða menn með menntun og hæfni til að takast á við verkefnið. Hvað hefur t.d. Álfheiður Ingadóttir að gera í heilbrigðisráðherrastólinn? Væri ekki nær að hafa þar manneskju sem hefur menntað sig í heilsuhagfræði og þekkir hvernig kerfið þarf að starfa til að fúnkera á réttan hátt. Það sama á að gilda fyrir aðra ráðherra. Hættum að nota flokkskjörna fulltrúa í þessi embætti og fáum fólk sem virkilega hefur vit á því hvað það er að gera.

, 28.11.2009 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband