Færsluflokkur: Bloggar

Heimskuleg ummæli

Það sem er heimskulegast við þessi ummæli er að Austurrikismönnum var ekkert slátrað.  Þeir sem þekkja söguna vita þetta.

Austurriki var tekið yfir af þýskalandi og þar með var engum slátrað. 


mbl.is Ummælin draga dilk á eftir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök hjá slökkviliði ?

Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir samkvæmt lýsingum slökkviliðsmanna þá virðast aðgerðir þeirra hafi snaraukið eldinn eftir að þeir hófu aðgerðir í Hafnarfjarðarhöfn.

Þegar skipið kom í höfnina virtist eldurinn vera hættur.  Þá var ákveðið að búa til op til að "kæla" skipið.  En það virkaði ekki og hvítur reykur breyttist í svartan reyk.

Þá var ákveðið að reyna að kæla skipið meira og opna lúgu aftur á skipinu.  Það sama skeði, hvíti reykurinn breyttist í svartann og eldurinn jókst.

Það sem mér sýnist hafa gerst er að brunaliðið hafi snaraukið streymi súrefnis til eldsins ekki bara einu sinni heldur tvisvar og því fór sem fór.

Eins og tískan er í dag þá gæti maður slegið sér upp með orðalaginu "Þvílíkir Snillingar" eða álíka en ég kýs að gera það ekki ...

Enda hef ég ekkert vit eða þekkingu á brunamálum.

 


mbl.is Mikill hiti í skrokk skipsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða lausnir eru?

Hvað er til ráða? Nokkrar pælingar.

Ljós undir brúnna. Það mætti raða sterkum ljóskösturum undir brúnna.  Ég veit að það virkar allavega á loðnu því hún forðast ljós en ég er ekki viss með síldina.  TIlraunarinnar virði.  Mér finnst ólíklegt að síldin sé að leita þarna inn á daginn því almennt er fiskur uppi í sjó á nóttinni og niðri á daginn.

Léttar netgirðingar.  Það mætti strengja tvær netgirðingar frá hvorum enda brúarinnar í kannski 45° horni út í sjó.  Þær myndu ekki loka fyrir streymið en skarast þannig að önnur næði lengra út.  Þetta væri hægt að gera úr td 50 mm Dynex neti (ofurefni) sem er mikið grennra en net í nótum.  Streymið í gegnum slíkt net er margfalt á við nætur.  Hvernig þeim er fest í endann sem nær útí sjóinn er útfærsluatriði en það yrði að festa einhverju niður á botninn til að hafa sæmilega tengingu.

Dæla síldinni þegar hún á leið inn.   Ég veit ekki hvað skip komast nálægt brúnni en það væri hugmynd að setja síldardælu samskonar og skipin nota (eina eða fleiri) við brúnna og dæla þegar þegar aðfallið er og síldin þá væntanlega á leiðinni inn í fjörðinn.  Ég veit ekki hvernig þessar dælur vinna og veit ekki hversu raunhæft þetta er.  Einhver gæti upplýst mig frekar?

Lausann stórgrýtisgarð. Setja niður stórgrýtisgarð í U útfyrir brúnna þannig að flæðið verði eitthvað í gegnum stórgrýtið en ekki alveg stopp.  Það yrði hindrun fyrir síldina þannig að mikið minna af síld myndi rata inn. Garðurinn mætti ná rétt uppúr meðalstraumsfjöru.

Ég set þessar hugmyndir bara hérna til viðrunar.  :)

Það sem mér finnst raunhæfast í þessum pælingum eru netgirðingarnar, því þar hef ég mesta þekkingu.  Ég vinn semsagt við að hanna veiðarfæri sem fara á 1.5-6.0 sjómílna hraða í gegnum sjóinn.  Streymið þarna getur varla verið meira en það.

 


mbl.is „Fjörðurinn er dauðagildra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auka kvótann?

Makríllinn er kominn af miklum þunga inn í lífríkið við ísland.  Ég sá sem dæmi vöður af makríl kraumandi í yfirborðinu við Flatey á Breiðarfirði í síðustu viku. (fékk tvo á stöng)

Makríllinn þarf sitt fæði og það hefur tekið toll af öðru lífríki sem reiðir sig á sömu fæðu og makríllinn eins og krían og lundinn.  Eins og margir vita þá hafa þessir stofnar orðið fyrir miklu áfalli síðustu ár sem mætti rekja til makrílsins.

 Mér skilst að makríllinn fiti sig um mörg hundruð þúsund tonn í íslenskri landhelgi.

Það er blátt áfram mjög eðlilegt að við veiðum það sem er í okkar landhelgi án þess að aðrir skipti sér af.

Ef ESB finnst að við ættum ekki að veiða makrílinn við íslands strendur þá ætti ESB að borga fæði og uppihald fyrir makrílinn meðann hann er í íslenskri landhelgi ... einhverjar milljónir evra sem dæmi.

Annars ef af þessum þvingunaraðgerðum verður þá ættum við að auka kvótann upp í 200þ tonn amk. til að vega á móti skaðanum sem þessar aðgerðir valda.  Kannski mætti talan að vera hærri?


mbl.is Þvingunaraðgerðir ESB í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt nafn ... sama röddin

Manni dettur í hug fleygu orð Björgvins Halldórssonar þegar ungur tónlistarmaður fékk sér nýjan glimmerjakka til að vera meira inn.

"Ný föt ... sama röddin."

Mér finnst líka Mjög undarlegt að þau vilji kenna sig við Jafnaðarstefnu.

Hver er annars Jöfnuðurinn í því að sumir fá afskrifað af húsnæðislánunum sínum og aðrir ekki?  Þá er ég að tala um að þeir sem voru búnir að taka sem stærst lánin og búnir að sýna af sér mikla óábyrgð fá afskrifað það sem er umfram 110%.  Á meðan hinir sem hafa sýnt ábyrgð og reynt að haga sínum málum af skynsemi fá ekkert afskrifað.

Hvar er Jöfnuðurinn í því?


mbl.is „Jafnaðarmannaflokkur“ ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tímasetning Forsetans

Þessar skoðanir hefðu átt að vera komnar fram fyrir löngu frá núverandi "stjórnvöldum" 

Mér finnst hins vegar tímasetningin á að Forsetinn komi fram þessum hárréttu skoðunum  vera mjög góð.

Það er út af tvennu:

  1. Næsta mánudag kemur niðurstaða ESA/EFTA dómstólsins út af ICESAVE.
  2. Makrílviðræður þar sem ESB hótar að beita þvingunum af svipuðu tagi og þessi hryðjuverkalög voru.

Með því að koma með svona skilaboð núna þá setur það tóninn fyrir þessa tvo viðburði og hvernig íslendingar bregðast við þeim ef það er ekki okkur í hag.

 


mbl.is Forsetinn ræðst að Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi upplýsingar ...

Hvernig ætli þessar tölur séu miðað við kaupmátt? Kaup í noregi er tvöfalt á við ísland td.

Þarna getur gengið líka skekkt þessar tölur.

Mér sýnist OR vera að birta svona villandi tölur til að undirbúa hækkun.


mbl.is Margfaldur verðmunur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa um ESB í forsetakosningunum?

Hvernig væri að taka þessu stóru mál og kjósa um þau í forsetakosningunum núna í júní?  ESB umsókninni var bolað í gegnum þingið í frekar óvenjulegum aðstæðum þannig að mér finnst að þjóðin ætti að fá að segja sitt um það.  Allt þetta tal með að "kíkja í pakkann" er bara áróður eins og við séum að fá einhvern jólapakka.  Við erum í aðlögun, ekki samningaviðræðum.

Það er alveg ljóst að við fáum td ekkert að segja um hvað við megum fiska mikið af td makríl í okkar eigin landhelgi.


mbl.is Þjóðin verði spurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju þurfti Steingrímur ekki að sverja eið?

Það er fullt tilefni til.   Byrjum bara á hvað hann hefur sagt kjósendum sínum.

Eins hefði verið fullt tilefni til að Jóhanna, Ingibjörg Sólrún og Össur hefðu átt að sverja eið.

Tilefni Jóhönnu til að sverja eið væri fyrir loforðið "Við ætlum að slá skjaldborg um heimilin" og svo væri tilefni Ingibjargar og Össurar að þau sögðu misjafnt frá sömu hlutum í þessari vitnaleiðslu.  Hvort þeirra er að ljúga?


mbl.is „Ísland var best í heimi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Argasta mismunun

Þetta er náttúrulega argasta mismunun. Þeir sem þurfa að keyra mikið, borga meira í ríkiskassan en hinir sem td hjóla. 

Þetta er Jafnaðarstefnan í hnotskurn að sumir eru Jafnari en aðrir.


mbl.is Frumvarpið kostar 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband