Nýtt nafn ... sama röddin

Manni dettur í hug fleygu orð Björgvins Halldórssonar þegar ungur tónlistarmaður fékk sér nýjan glimmerjakka til að vera meira inn.

"Ný föt ... sama röddin."

Mér finnst líka Mjög undarlegt að þau vilji kenna sig við Jafnaðarstefnu.

Hver er annars Jöfnuðurinn í því að sumir fá afskrifað af húsnæðislánunum sínum og aðrir ekki?  Þá er ég að tala um að þeir sem voru búnir að taka sem stærst lánin og búnir að sýna af sér mikla óábyrgð fá afskrifað það sem er umfram 110%.  Á meðan hinir sem hafa sýnt ábyrgð og reynt að haga sínum málum af skynsemi fá ekkert afskrifað.

Hvar er Jöfnuðurinn í því?


mbl.is „Jafnaðarmannaflokkur“ ofan á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn munur á kúk og skít, ég get ekki orðað þetta betur því þetta er það sama, það skiptir engu máli hvaða nafni þessi flokkur heitir. Ójöfnuðurinn verður áfram hjá honum, útrásarkólfar fá afskrifað milljarða tugi og almenningur er blóðmjólkaður út fyrir gröf og dauða, ég ætti nú að þekkja það eftir að hafa fengið reikning frá útfarastofu þar sem mér er gert að greiða virðisaukaskatt af líkkistu og reikning frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem þeir gera kröfu uppá rúmlega 113þús fyrir ofgreiddar bætur hins látna, flott jafnaðarmannastefna og réttlætið í hávegum haft ...

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband