Til eftirbreytni !

Mér finnst þetta frábært framtak hjá Rannveigu.  Á þessum hörðu tímum þegar fólk er að tapa sparifé, myntkörfulán tvöfaldast, verðtrygging blæs upp íbúðalán, matvöruverð jafnvel tvöfaldast, og fyrirtæki eru að LÆKKA laun starfsmanna þá er þetta mjög jákvæð frétt.

Þar sem Rannveig var einu sinni vélstjóri á skipi sem pabbi var fyrsti stýrimaður þá hefur maður smá nasasjón af hversu dugmikil hún er. Hún hugsar vel um sína.

Mér finnst að allir aðrir atvinnurekendur ættu að taka þetta til fyrirmyndar og alvarlegrar athugunar !

Mér finnst líka að þeir sem sjá eitthvað athugavert við þetta ættu að leita sér sérfræðiaðstoðar fljótlega.


mbl.is Kreppubónus hjá Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Já af því sem ég kannast við Rannveigu er þetta gert af heilum hug og ekkert "alternative motive" á bak við þetta. Henni helst líka vel á fólki.

, 20.11.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband