27.11.2011 | 11:35
Skölunaratriði
Mér sýnist að vandamálið í þessu sé skölunaratriði. Mega erlendir aðilar kaupa hús eða jarðir hérna og hvað stórt þá?
Einbýlishúsalóð? Sumarbústaðalóð? Bóndabýli?
Ísland er sirka 103.000 km2 og hann ætlaði að kaupa 300km2 sem er frekar of stórt fyrir minn smekk. Samkvæmt vísindavef háskólans er Reykjavik 273km2 til samanburðar. Hvað ef hann myndi vilja kaupa 103.000 km2 ?
Erlendir aðilar eiga eignir og lóðir á íslandi og það er ekkert að því. Sem dæmi dettur mér í hug Bauhaus, sem eru með stóra byggingu hinum meginn við Krepputorgið. Það er í lagi? Êg veit reyndar ekki hvernig eignarhaldið á þeirri byggingu og landi er, en segjum að hún sé í eigu þýskra aðila í þessu dæmi.
![]() |
Huang gagnrýnir Vesturlönd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2011 | 08:56
Við borgum ekki skuldir óreiðumanna

![]() |
Sendir reikninginn til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2011 | 11:07
Hellisheiðin illa upplýst
Þar sem er verið að slökkva á þessum staurum þá finnst mér að það mætti alveg færa þessa staura á Hellisheiðina, því það er engin lýsing þar.
Þá fara þeir ekki til spillis.
Þetta er mjög nauðsynlegt þar sem þetta er lífæð höfuðborgarsvæðisins til Hveragerðis (já og suðurlandsins líka reyndar ) !
![]() |
Dimmir yfir Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)