3.2.2013 | 13:43
Nýtt nafn ... sama röddin
Manni dettur í hug fleygu orð Björgvins Halldórssonar þegar ungur tónlistarmaður fékk sér nýjan glimmerjakka til að vera meira inn.
"Ný föt ... sama röddin."
Mér finnst líka Mjög undarlegt að þau vilji kenna sig við Jafnaðarstefnu.
Hver er annars Jöfnuðurinn í því að sumir fá afskrifað af húsnæðislánunum sínum og aðrir ekki? Þá er ég að tala um að þeir sem voru búnir að taka sem stærst lánin og búnir að sýna af sér mikla óábyrgð fá afskrifað það sem er umfram 110%. Á meðan hinir sem hafa sýnt ábyrgð og reynt að haga sínum málum af skynsemi fá ekkert afskrifað.
Hvar er Jöfnuðurinn í því?
![]() |
Jafnaðarmannaflokkur ofan á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)