Auka kvótann?

Makríllinn er kominn af miklum þunga inn í lífríkið við ísland.  Ég sá sem dæmi vöður af makríl kraumandi í yfirborðinu við Flatey á Breiðarfirði í síðustu viku. (fékk tvo á stöng)

Makríllinn þarf sitt fæði og það hefur tekið toll af öðru lífríki sem reiðir sig á sömu fæðu og makríllinn eins og krían og lundinn.  Eins og margir vita þá hafa þessir stofnar orðið fyrir miklu áfalli síðustu ár sem mætti rekja til makrílsins.

 Mér skilst að makríllinn fiti sig um mörg hundruð þúsund tonn í íslenskri landhelgi.

Það er blátt áfram mjög eðlilegt að við veiðum það sem er í okkar landhelgi án þess að aðrir skipti sér af.

Ef ESB finnst að við ættum ekki að veiða makrílinn við íslands strendur þá ætti ESB að borga fæði og uppihald fyrir makrílinn meðann hann er í íslenskri landhelgi ... einhverjar milljónir evra sem dæmi.

Annars ef af þessum þvingunaraðgerðum verður þá ættum við að auka kvótann upp í 200þ tonn amk. til að vega á móti skaðanum sem þessar aðgerðir valda.  Kannski mætti talan að vera hærri?


mbl.is Þvingunaraðgerðir ESB í uppsiglingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband