26.8.2010 | 22:25
Íslendingar eru í fullum rétti
Makríll er veiddur núna vestur og austur af landinu. Inn í íslenskri lögsögu. Fólk hefur verið að veiða makríl í höfnum, td Akureyri og Keflavík. Þannig að makríllinn er allstaðar í kringum ísland.
Fyrir 5 árum var ég með í að veiða makríl við Vestmannaeyjar. Síðan þá hefur þetta smám saman verið að aukast.
Makríllinn er kominn til að vera.
Og hann étur fæðið frá öðrum í fæðukeðjunni eins og til dæmis frá lundanum og fjöldann af öðrum dýrum. Lundastofninn er að deyja bæði í Vestmannaeyjum og við Breiðafjörð. Þetta skýrist trúlega af hlýnandi veðurfari og að makríllinn þrífst betur hérna.
Svo við erum í fullum rétti að nýta makrílinn.
Annars verður EU að borga fæði og uppihald fyrir makrílinn. :P
Vonandi að stjórnvöld beri gæfu til að halda þessu uppi.
![]() |
Í fullum rétti til makrílveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 14:12
Er verið að þagga í Jóni?
Það er greinilegt að þessi ríkisstjórn er staðráðin í að troða íslandi inn í EU hvað sem það kostar. Jafnvel þó að allar skoðanakannanir segi að þjóðin vilji þetta ekki.
Og þá er þaggað niður í Jóni (sem ég er sjaldnast sammála nema núna) sem segir að það sé verið að aðlaga regluverkið að Evrópusambandinu jafnvel þó að Aðildarviðræður séu ekki hafnar.
Það er vægast sagt skrítið.
![]() |
Telur að um misskilning sé að ræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)