6.8.2007 | 12:28
Hvítasunnuhelgin
Þessi helgi er búin að vera í miklum rólegheitum hérna. Það varð smá jarðskjalfti á laugardaginn sem var eins og smá dynkur. Fólki hérna í Hveragerði finnst þetta bara vera vinarlegt, langt síðan það hefur komið skjálfti hérna.
Ég fór svo í fjallgöngu á sunnudaginn. Ég prílaði alla leið upp á Hamarinn hérna, mikið afrek
Ég sá að þetta er alveg kjörinn staður fyrir td veitingarhús. Rosa flott útsýni ofan af Hamrinum. Það sést út í eyjar, Þorlákshöfn, StoksEyrarbakka, Selfoss og svo upp Gufudal og Reykjardal.
Snjóflóð í Hlíðarfjalli! Ótrúlegt að heyra um snjóflóð í endaðan mai. Það er allt hvítt fyrir norðan og þeir auglýsa að það sé opið fyrir skíðafólk.
Já svo skrifaði ég "ruslpóstkvörn" fyrir vef kerfið. Hún sést ef þú klikkar á Skoðanir. Þetta blokkerar alveg þessa ruslpóstrobota sem spamma síður. Það getur verið að það þurfi ekki svona marga stafi, en sjáum til.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 18:18
Kosningardagur
Núna er maður búinn að kjósa og ég kaus rétt.
Ég skoðaði http://xhvad.bifrost.is og fór alveg eftir því sem kom út úr því, enda staðfesti það bara sem ég hélt.
Það er súrt að við komumst ekki áfram í Júróvision en þjóðirnar fyrir austann fjall virðast vera búnar að gera "takeover" á keppninni. Lagið sem Eiki "bleiki" flutti var land og þjóð til sóma og eitt besta íslenska júrólag sem hefur farið í keppnina. Ég er reyndar með þetta lag á heilanum annað slagið og fæ engu ráðið um það, þetta bara dúkkar upp.
Mér finnst að þessar símakosningar ættu ekki að vera. Ég sakna fagfólksins sem dæmdi þetta í hverju landi fyrir sig og gaf stig "Islande duze points"
Jay Leno var góður í vikunni og hann er einn besti uppistandari á sjónarsviðinu í dag. Einn frá honum sem er eiginlega ekki hægt að þýða beint:
- Kona prestsins sem kom útúr skápnum var að gefa út bók. Titill bókarinnar var "Men are from Mars, but some prefer Ur anus"
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 18:07
Kartöflúr
Ég er ekki mikill kartöflukaggl og sleppi gjarnan að hafa kartöflur með máltíð. En núna er ég alveg húkkt á þeim eins og ég matreiði þær núna.
Ég sker þær niður í þunna báta og set í eldfast mót með olíu. Salta og set saxaðan hvítlauk yfir og svo krydd sem ég fann sem heitir "chili explosion" sem er í svona "malarstauk" vel yfir allt. Þetta baka ég í tæpan klukkutíma á 200°C
Þó maður sé alveg sprunginn þá getur maður ekki hætt i þessum kartöflum, bara gott.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 19:47
Snilldar stjörnuspá
Þetta var í dag
Steingeit: Bankastarfsmaður alheimsins leggur pening inn á reikninginn þinn. Kannski áttu þér leynilegan velvildarmann, eða ert bara farinn að skilja eitthvað í fjármálum.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 15:27
Af gefnu tilefni ...
NETORÐIN FIMM
1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
- - -
1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
Allt sem við gerum og segjum er endurspeglun á því hvernig við hugsum og hvað við sjáum í kring um okkur. Þó aðrir þekki okkur ekki vitum við alltaf sjálf hver við erum. Stundum veljum við að koma fram á Netinu undir dulnefni eða nafnlaust. Það getur stundum verið nauðsynlegt og stundum skemmtilegt, en við getum ekki verið nafnlaus eða undir dulnefni gagnvart okkur sjálfum. Þess vegna viljum við vera sátt við allt sem við gerum og geta litið í eigin barm án þess að líða illa.
2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
Það er auðvelt að nota Netið til að særa annað fólk. Ljót skrif eða myndbirtingar af öðrum eru ofbeldi gagnvart öðrum og geta valdið mikilli vanlíðan. Þær valda vanlíðan hjá þeim sem verður fyrir því og þær valda líka vanlíðan hjá þeim sem setur slíkt á Netið. Mörgum líður illa og eru með samviskubit vegna þess að þeir hafa sært aðra. Þegar við setjum ljótt efni á Netið um einhvern annan er það opið fyrir alla og það er aldrei hægt að taka það aftur. Hugsum okkur því vel um áður en við segjum eitthvað eða setjum efni á Netið sem getur sært eða meitt aðra manneskju. Komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Það er nauðsynlegt að vita alltaf hvað maður er að gera þegar maður tekur þátt í einhverju á Netinu. Það getur verið hættulegt að vera í samskiptum við fólk sem maður þekkir ekki nema í gegn um Netið. Förum varlega þegar við gefum persónulegar upplýsingar um okkur á Netinu. Það getur valdið miklum vandræðum að setja upplýsingar um sig á Netið ef maður veit ekki hver fær upplýsingarnar. Margir hafa fengið vírus sem skemmt hefur tölvuna eða eru í miklum vandræðum með ruslpóst vegna þess að þeir hafa skráð sig inn á vefsíður sem þeir þekkja ekki og vita ekki hverjir halda úti.
Það er líka nauðsynlegt að athuga vel hvort hægt er að treysta upplýsingum sem fengnar eru af Netinu. Athugum hvaðan upplýsingarnar eru og hvort þær eru réttar áður en við notum þær.
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
Það er ekkert einkalíf til á Netinu. Allt sem sett er þar inn er opið fyrir alla, alltaf. Ef við viljum ekki að allir sjái hvað við erum að segja eða gera skulum við ekki setja það á Netið. Hver sem er getur skoðað bloggsíður
og annað sem við setjum á Netið og auðvelt er að finna vefsíður. Hver sem
er getur líka náð í það efni sem við setjum á Netið og vistað það hjá sér.
Þess vegna þurfum við að hugsa okkur vel um áður en við setjum upplýsingar um okkur eða myndir af okkur eða öðrum á Netið. Þó við tökum þær út af vefsíðunum okkar getur hver sem er náð í þær meðan þær eru inni.
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu
Við berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Það á við um Netið eins og allt annað. Þess vegna þurfum við að geta svarað fyrir allt sem við setjum þar inn. Hægt er að rekja tölvupóst og allar færslur sem settar eru inn á Netsíður. Það er ekki notaleg tilhugsun að þurfa að standa frammi fyrir foreldrum, skólastjórnendum, vinnuveitanda eða jafnvel lögreglunni og þurfa að svara fyrir eitthvað sem við hefðum ekki átt að setja á Netið. Munum líka að lögin í landinu gilda líka um það sem fólk gerir á Netinu.
Sækja sem PDF
Sjá sjónvarpsauglýsingu
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 21:42
Stutt helgi
Fín helgi núna eins og venjulega þegar börnin mín eru hjá mér. Bara alltof stutt.
Síðasta föstudag vorum við Rebekka í noatúni, og vorum að labba eftir einum ganginum þegar við komum að pari sem stóð þarna og voru að spjalla. Konan var mjög þykk.
Rebekka sem labbaði á undan og var að skoða í hillurnar tók eftir þeim þegar var sirka meter eftir í þau, stoppaði alltíeinu, horfði upp á konuna og svo gall í henni: "VÁ feit kona!".
Svo labbaði hún áfram.
Parið virtist ekki hafa tekið eftir henni.
Þegar ég labbaði fram hjá þeim þá voru þau að tala saman á pólsku.
Frábært að það séu svona margir pólverjar að vinna hérna ekki satt?
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 13:45
Fín helgi
Frábær helgi. Við fórum út á laugardaginn með snjóþotu á rúnntinn.
Fórum fyrst í Eden og þegar við vorum þar inni þá bað Rebekka um pening til að fá tyggjó. Ég sagði að ég væri ekki með pening (Rebekka er nýkominn úr dýrri tannviðgerð þar sem þurfti að gera við alla jaxlana og draga einn út)
En Rebekka sagði, "Ég er með pening". Svo stakk hún hendinni í vasann og rétti fram tóman lófann með ímynduðum pening, "Sko hérna er peningur" Svo þóttist hún setja peninginn í tyggjókúluvélina og sneri sveifinni aðeins. "snarkle snarkle" Og viti menn, það KOM tyggjókúla rennandi niður tyggjóspíralinn á hraðferð, ekki ímynduð kúla heldur venjuleg bleik kúla. Bara snilld, við hlógum okkur vitlaus.
Svo ætluðum við að elda pizzu heima og fórum að versla stuff til þess en þegar við vorum búin að fá allt áleggið sem við ætluðum að setja á sinn helminginn hver þá var ekki til þurrger (sem er náttúrulega must í botninn). Ég lét samt slag standa og reyndi að redda þessu annarsstaðar. En eftir að hafa kíkt í bakaríið þá var ljóst að það var ekkert þurrger til sölu í kúrígúrí. Svo mundi ég eftir að það voru til lasagnaplötur heima og bjó til lasagna úr sumu af pizza stuffinu. Það heppnaðist bara ágætlega, Aron fékk sér tvo kúfaða diska og Rebekka fékk líka tvisvar á sinn disk. Ég á ennþá eftir að segja Aroni að uppistaðan í sósunni á milli er mín version af gráðaostasósu. Þetta á maður eftir að gera aftur.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)