Ísland geri það sama

Mér finnst alveg kjörið að ísland ætti að gera það sama.  Fólk er yfirleitt ekki að fara langar vegalengdir þannig að þetta gæti hagstætt að vera með rafmagnsbíla.  Snattast útum allar trissur á daginn og stinga bílnum svo í samband á nóttinni.

Það eru fyrirsjáanlegar framfarir í ragmagnsbílum.   Teslamotors er að koma með sportbíl sem er með hleðslu sem dugar í uþb 400 km.  Þeirra bíll er 3.9 sekúndur að ná 100km hraða.

Mér dettur í hug að einhverjir aðilar (td Orkuveitan...) setji sig í samband við bílaframleiðendur og Better Place um samstarfverkefni um þetta.

Og það er enn eftir að nýta fleiri virkjanakosti.  Rafmagnið er okkar olía. 

Ég er þrátt fyrir það alfarið á móti Bitruvirkjun.  Hellisheiðarvirkjun er uþb 20 km frá Rauðavatni,  og það eru margir í Reykjavík og Kópavogi sem kvarta undan lykt og mengun.  Bitruvirkjun er aðeins 4.5 km frá Hveragerði.

 


mbl.is Hawaii rafbílavæðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleyta kerlingar

Mér finnst að það ætti að láta krónuna fleyta kerlingar útí hafsauga.  Svo ættum við að taka upp dollar.
mbl.is Takmörkuð fleyting krónunnar hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband