6.12.2008 | 15:53
Skjálftavaktin
Skjálftinn fannst greinilega hérna í Hveragerði og varði í nokkrar sekúndur. Mér sýnist þetta vera uþb 11-12 km héðan þar sem skjálftinn átti upptök sin. Maður var kominn útí dyr og beið eftir að hann stoppaði. Manni sýnist þetta koma í framhaldi af hrinu sem var í gærkveldi á reykjaneshrygg
Skyldi hristast næst við Heklu eða Vatnajökul?
![]() |
Jarðskjálfti að stærð 3,6 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skjálftavaktin | Breytt 20.12.2008 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 11:33
Fleyta kerlingar II
Við ættum að leyfa krónunni að fleyta kerlingar útí hafsauga. Við þurfum einhvern stöðugan gjaldmiðil til að viðhalda stöðugleika, ekki svona rússíbanareið eins og hefur verið í gangi. Það er mjög slæmt umhverfi fyrir bæði fyrirtækin í landinu og eins fyrir fjölskyldurnar eins og allir vita.
Þeir sem eru að skipta með gjaldmiðla eru í einhverju rosalegasta fjárhættuspili sem um getur. Póker hvað? Það eru vogunarsjóðir og skortsalar og fleiri sem sérhæfa sig í þessu fjárhættuspili. Þarna eru ekki "raunveruleg" verðmæti sem eru að skipta um hendur heldur ímyndað virði. Hugsum okkur kippu af appelsíni. Einhver segir: "Ég held að virði þessarar kippu sé ein kippa plús einn dós eftir mánuð". Svo kemur næsti og ímyndar sér virði þessarar kippu á einhvern annan hátt og svo koll af kolli. En eftir stendur að þetta er bara ein kippa af appelsíni.
Helst vildi ég að allir myndu taka upp metrakerfið og sömu mynt en það er sjálfsagt langt í það og önnur saga.
Mér finnst skásti kosturinn í stöðunni að taka upp dollar. Uþb 65% af gjaldeyrisvaraforða heimsins er Dollar en 20-25% er Evran.. Evran er of langsótt og annmarkarnir of margir; td efnahagsstöðuleiki og þannig bögg. Fyrir utan að við þyrftum að hætta hvalveiðum og stjórn fiskveiða færi til Brussel. Við myndum trúlega sjá fleiri þjóðfána á skipum sem veiða við landsteinana..Svo er líka spurning hvað skeður ef það finnst olía á Drekasvæðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)