26.11.2009 | 21:47
Dómadags rausari af gamla skólanum
Það er alltaf sama viðkvæðið hjá Jóhönnu "Skjaldborg" Sigurðardóttur að ef fólkið í kringum hana gerir ekki nákvæmlega eins og hún segir, þá fari allt til fjandans.
Og þessar spár hennar sýna ótvírætt að hún hefur menntað sig á sviði hagfræði, eða hvað?
Humms nei ... hún er menntuð FLUGFREYJA.
Fólk segir að hún hafi verið svo lengi í stjórnmálum að hún hlýtur að kunna allt í efnahagsstjórnun.
Ég bara spyr: Þarf fólk ekki að læra grundvöllinn allavega í einhverjum hlutlausum skóla?
Tökum sem dæmi flugfreyju sem hefur verið 30 ár að þjóna fólki í farþegarými (félagsmálum), hún hlýtur að kunna allt í sambandi við flug og getur jafnvel flogið vélinni með alla þessa reynslu í farþegarýminu?
Neibb: Hún hefur aldrei lennt í því að nauðlenda flugvél eða lært nokkuð til þess.
Það er stóri munurinn á að vera flugfreyja og flugstjóri.
Flugstjórar hafa gengið í gegnum þjálfun og lærdóm á ýmsu sem viðkemur flugi og þeim hættum sem þar leynast. Og kunna þarmeð að bregðast við ýmsu því sem kemur ekki upp daglega. Þarna er ég að tala um hagfræðnám og í tilfelli Jóhönnu þá vanntar þessa kunnáttu alveg.
Auðvitað er svo Jóhanna og samfylkingin að gæta hagsmuna Breta og Hollendinga, því annars getur minnihluti þjóðarinnar (samfylkingin) ekki sótt um aðild að ESB.
Þetta er helsta áhyggjuefni samfylkingarinnar og Jóhönnu "Skjaldborgar", því að með ESB forræði, hljóta öll áhyggjuefni þjóðarinnar (samfylkingarinnar) að leysast.
Þetta finnst mér vera gjörsamlega vanhæf og hugmyndalaus ríkisstjórn!
![]() |
Frostavetur falli Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)