Makríllinn og EU

Ég hallast að þeirri skoðun að makríllinn éti upp sílið.  Síðasta sumar var veiddur makríll allt í kringum landið, ekki bara fyrir sunnan eins og hefur verið algengt mörg undanfarin ár heldur fyrir vestan, norðan og austan.

Makríllinn fékkst líka víða í höfnum landsins og annars staðar eins og í kringum Flatey á Breiðarfirði.  Ég heyrði líka um að hann hafi fengist td á Akureyri og Ísafirði.  Þannig að makríllin var útum allan sjó á síðasta ári.

Mér finnst að það ætti að koma þessari niðurstöðu rannsóknar Freydísar rækilega á framfæri við erlenda fjölmiðla, eins og líka EU.

Mér finnst sjálfsagt að við íslendingar aukum veiðarnar á makrílnum með sjálfbærum og gagnsæum hætti svo hvað sem skotar og EU eru að segja.
mbl.is 90% af kríuungum hungurmorða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband