9.1.2010 | 00:18
Við höfum kjark ! Stöndum saman.
Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson er búinn að gera meira gagn fyrir þjóðina á þremur dögum heldur en ríkisstjórnin á Heilu ári!
Hann talaði viðmælandann í kaf á BBC og varpaði réttlátu ljósi á þá kúgun og yfirgang sem við höfum orðið fyrir af hálfu Breta og Hollendinga í þessum svokölluðu samningaviðræðum.
Í hvert skipti sem Jóhanna opnar munninn þá er hún með grátstafinn í kverkunum og talar allt niður. Hún getur engann veginn tjáð sig fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grund þar sem hún er lítt fær í að tala ensku svo skammlaust sé. Hún er engann veginn það sameiningarafl sem ísland þarf á að halda núna, heldur þver-öfugt.
Það er búið að vera hátíð hjá Steingrími síðasta árið í "skúringunum". "Þetta er allt ljóta fólkinu að kenna í hinum flokkunum og við verðum að borga allt". Það virðist að það sé hagmunir hans að allt fari á ennþá verri veg en þarf að vera. "Ég sagði ykkur það"
Núna þurfum við að sameinast um að fella þessa vitleysu og semja á nýjum nótum.
LaRouche stoltur af forseta Íslands Ég held við megum öll vera stolt !
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
, 9.1.2010 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.