25.6.2010 | 08:25
Þrefaldur höfuðstóll eðlilegur?
Gylfi, sem var Ekki kosinn af okkur til að sinna þessu starfi, ætti að taka pokann sinn í dag.
Er það eðlilegt að lán hafi tvö og þrefaldast á svona stuttum tíma?
Fullt af fólki hefur farið mjög illa út úr því að taka þessi lán og margir farið í gjaldþrot og margir á leiðinni þanngað.
Það er engin sanngirni í þessum lánum og þau ættu að endurreiknast miðað við þær forsendur sem starfsmenn bankana prenntuðu út við töku lánsins.
Mér finnst að þeir fulltrúar sem við kusum á þing til að vinna fyrir okkur ættu að fara að sinna starfinu sínu!
Á að standa vörð um fjármálastofnanir eða fólkið?
Of þungt högg á kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tja, fer allt eftir sjónarhorni. Þessi lán hafa ekki tvö- eða þrefaldast sé miðað við gengi Yens eða svissneskra franka, eða bara hvaða gjaldmiðils sem er, nema þess íslenska.
Ég sé ekki alveg neitt réttlæti í því að t.d. sá sem keypti jeppa á myntkörfu í júlí 2007 fái nú endurreiknað sitt lán miðað upphaflega fjárhæð í ISK með 3-5% vöxtum. Sá hinn sami gæti nú jafnvel selt jeppann og komið út í hagnaði, þar sem nýir og notaðir bílar hafa hækkað mjög mikið frá þessum tíma!
Skeggi Skaftason, 25.6.2010 kl. 08:46
En Skeggja þótti allt í góðu að bankarnir , sem auðvitað voru bara að veita gervi erlend lán, hagnaðist um millur ef ekki hefði upp um þá komist. Skeggja þótti mikið réttlæti í því að vesalingarnir sem tóku sk. myntkörfulán sætu uppi með 2-3svar sinnum upphaflegan höfuðstól í íslenskum krónum og álíka margfeldi í greiðslubyrði ! Þá leið Skeggja ekkert illa , enda bara smælingjar sem var verið að níðast á á ólögmætan hátt. Mikill maður ,Skeggi!
Kristján H Theódórsson, 25.6.2010 kl. 09:15
Ég er með erlent lán á húsnæðinu mínu..á 2 og 1/2 ári hefur það hækkað úr 16 miljónum ..í 40 miljónir..afborgun á mánuði hefur hækkað á 2 og 1/2 ári úr 110 þús. í 270 þúsund á mánuði...er þetta eðlilegt....50 % japans jen og 50 % svissneskir frankar...og svo spyr ég..er bannað að hagnast á Ísland ?...Er þetta kannski bara öfund, ef einhver er ekki að fara í gjaldþrot...hver er náunga-kærleikurinn á Íslandi ?.......Verður þú ánægðari ef 100 þúsund íslendinga þurfi að flýja land..frekar..út af fátækt á Íslandi..út af ofurlánum ? Vilt þú að allir missi allar eigur sínar og fari snauð til annars lands, til að geta lifað sómasamlegu lífi ?
Páley Geirdal (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.