Íslendingar eru í fullum rétti

Makríll er veiddur núna vestur og austur af landinu.  Inn í íslenskri lögsögu.  Fólk hefur verið að veiða makríl í höfnum, td Akureyri og Keflavík.  Þannig að makríllinn er allstaðar í kringum ísland.

Fyrir 5 árum var ég með í að veiða makríl við Vestmannaeyjar.  Síðan þá hefur þetta smám saman verið að aukast.

Makríllinn er kominn til að vera.

Og hann étur fæðið frá öðrum í fæðukeðjunni eins og til dæmis frá lundanum og fjöldann af öðrum dýrum. Lundastofninn er að deyja bæði í Vestmannaeyjum og við Breiðafjörð.  Þetta skýrist trúlega af hlýnandi veðurfari og að makríllinn þrífst betur hérna.

Svo við erum í fullum rétti að nýta makrílinn.

Annars verður EU að borga fæði og uppihald fyrir makrílinn. :P

Vonandi að stjórnvöld beri gæfu til að halda þessu uppi.

 


mbl.is Í fullum rétti til makrílveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband