1.10.2010 | 21:07
Sigmundur, Lilja, Þór og Tryggvi eru með lausnirnar
Ég myndi vilja sjá Lilju Mósesdóttur, Sigmund Davíð, Þór Saari og Tryggva Herbertsson semja lausnir fyrir heimilin og leysa úr þeim forsendubresti sem hefur ríkt á lánum heimilanna síðustu tvö ár.
Aðrir þingmenn eiga bara að snarhalda kjafti og hlýða !
Alþingi verður að skila lausnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tryggva Herbertsson????? Þú hlýtur að vera að spauga, eða þá að þú hefur verið í geimferð s.l. 3ár.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2010 kl. 21:17
Takk sömuleiðis Jón Steinar. Þú hefur þá ekki hlustað á hann. Hann er með hugmyndir sem aðrir sjallar hafa ekki tekið undir. Svipaðar hugmyndir og Lilja og Sigmundur hafa verið með.
Jón Á Grétarsson, 1.10.2010 kl. 21:20
Snilldin við þetta er að þau eru öll hagfræðingar, vita hvernig gangverkið er og hafa öll samskonar hugmynd hvernig á að leysa úr málum heimilanna.
Og svo eru þetta einstaklingar úr fjórum flokkum. Ef að það ætti einhverntímann að ríkja breið samstaða um hugmyndir sem fólk fær, þá er það í þessu tilfelli.
Ég er ekki mikið fyrir þá sem líta á sinn flokk í svipuðum dúr og "trúarbrögð"
Ég vill einhverskonar persónukjör í sambandi við alþingi, þannig að fólk komist uppúr þeim sandkassa sem flokkarnir eru.
Jón Á Grétarsson, 1.10.2010 kl. 21:30
það er einungis einn hagfræðingur með siðferðislegt og reynslu-ríkt vit og það er Lilja Mósesdóttir blessunin.
Megi almættið gefa þessari góðu konu og öllum sem styðja hana styrk og trúa á sjálfa sig og sína þekkingu til að halda áfram á erfiðri braut upp í móti í átt að réttlæti!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.10.2010 kl. 21:50
Sigmundur er ekkert nema froðusnakkur.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 1.10.2010 kl. 22:00
Anna & Eðvarð : hafið þið eitthvað ykkar máli til stuðnings?
Jón Á Grétarsson, 1.10.2010 kl. 22:12
Ég hélt að Sigmundur væri menntaður í einhvers konar skipulagsmálum. En kannksi er hann með hagfræði líka.
Hitt er annað mál að öll hafa þau lagt til lausnir á skuldavanda heimilanna, enda ekkert þeirra í Samfylkingunni.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2010 kl. 22:12
Marinó : ef maður skoðar nám Sigmundar á althingi.is sést þetta:
"BS-próf í viðskiptafræði HÍ 2005. Framhaldsnám í hagfræði og stjórnmálafræði við Oxford-háskóla, Plekhanov-háskóla í Moskvu og Kaupmannahafnarháskóla."
Þannig að hann hefur ekki setið auðum höndum.
Jón Á Grétarsson, 1.10.2010 kl. 22:21
Marínó : Gott komment með Samfylkinguna annars :P
Jón Á Grétarsson, 1.10.2010 kl. 22:24
Tek undir með þér, það ætti að vera í lagi að gefa þeim séns, þau geta varla klúðrað meira en orðið er og ég er viss um að Sigmundur Davíð kemst ekki með tærnar þar sem að Steingrímur Jóhann Sigfússon hefur hælana í froðusnakki.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 22:49
Rafn: Gott mál og alveg sammála þér með SJS, hann er meistari meistaranna í froðusnakki.
Jón Á Grétarsson, 1.10.2010 kl. 22:59
Lilja, Sigmundur, Eygló, Þór Saari, Birgitta, Margrét og kannski Gísli Tryggvason....? Ef að þau myndu nú stofna flokk saman!?? Ég myndi kjósa þau!!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:25
Skiptir það einhverju máli hvaðan hugmyndin kemur ef að hún er góð?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.10.2010 kl. 23:27
Já, láta ríkið niðurgreiða skiudirnar. Eg er með betra: Fellum bara niður allar skuldir. Getum haft þjóðaratkvæðagreiðslu um það.
Líklega hefði samt verið búið núna að láta ríkið niðurgreiða eitthvað af þessu ef framsjallar og fg kjánar eins móse og fl. hefðu ekki hent sér niður fyrir öll verk og þvælst og veltsdt um fyrir vinnandi fólki. Og ennframur ef ruglið með erlendu lánin hefði ekki komið upp - þá væri líklega fyrir löngu búið að láta ríkið niðurgreiða eitthvað af þessu. Núnan er bara búið að gera enn erfiðara um vik varðandi slíkt með hálfvitagangi og fíflalátum stjórnarandstöðu og meðreiðasveina þeirra.
Auk þess sem bankarnir hafa þegar fært niður lán að einhvrju leiti - samt er allt ómögulegt. Sumir verða bara aldrei ánægðir nema að einhverjir aðrir borgi allar þeirra skuldir. Það er bara þannig. Þeir vilja fá lánin sín frítt nánast.
Moreover hefur það alltaf verið þannig að sumir geta ekki greitt skuldir sínar. Alla tíð verið þannig. Hrunið í eftirfara góðærisflipps framsjalla gerði það að verkum að fleiri lentu í slíku en oft áður og munu aldrei geta borgað þessar skuldir. Það er bara þannig. Alveg sama þó eitthvað hlutfall niðurgreitt - væru alveg í sömu stöðu. Gætu ekki greitt. Alveg furðulegt að það þorir enginn að segja hlutina bara eins og þeir eru og allir kóa með einhverju rugli útí bláinn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 00:07
Ragnheiður: já vildi geta valið þau öll :)
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 00:42
Halldór: já það virðist skipta máli ... en ætti að sjálfsögðu ekki að skipta neinu mál.
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 00:43
Ómar Bjarki: það er enginn að tala um að sleppa alveg undan skuldum. Heldur að borga 3 millur ef viðkomandi tók 3 millur að láni ... ekki 10
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 00:45
Ómar, vinur minn tók húsnæðislán í erlendu og honum gekk bara vel að greiða af láninu sem hann skrifaði undir en svo kemur þetta viðundur hann Árni Páll og breytir láninu hans, nú er hann ver settur en hann var, ert þú svo að mæla þessu bót, því fékk maðurinn ekki að greiða sitt lán í friði. þetta getur ekki verið löglegt!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 2.10.2010 kl. 01:29
Sammála þér Jón með að þetta fólk geti komið með rétu lausnirnar. Lilja og Tryggvi eru eldklár í sín fagi og á margann hátt tala sama máli þótt á öndverðu meiði séu í pólitík, sama á við um Sigmund og Þór og jafnvel Pétur Blöndal. Það er alveg einkennilegt að allar góðar hugmyndir frá þeim sem eru ekki í stjórn eru kævðar niður í fæðingu ef þær koma ekki frá stjórnarliðum. Lilja talar meira að seigja hreint út um það sjálf í þættinum Návígi á RUV sem var á dagskrá 28. síðastliðinn.
Óskar Ingi Gíslason, 2.10.2010 kl. 03:12
Eyjólfur : Ég er ekki að mæla ástandinu bót, þvert á móti. Þú tekur kanski eftir að ég nefni ekki Árna Pál og engann úr Samfylkingunni?
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 09:24
Óskar : Já þessi þáttur með Lilju í vikunni var magnaður, ég heyri allstaðar fólk dást að hugrekki hennar.
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 09:27
,,það er enginn að tala um að sleppa alveg undan skuldum. Heldur að borga 3 millur ef viðkomandi tók 3 millur að láni"
Veistu hvað þetta þýðir? Þýðir að farið sé fram á að fá lánin nánast gefins. Þetta kemur trekk í trekk fram hjá fólki að það vill fá lánin gefins. Td. voru menn nú í dómsmáli þar sem menn vildu greiða erlenda vexti af innlendu krónuláni - sem de faktó þýddi að þeir fóru fram á að fá lánið gefins.
Það er þannig að ísl. krónan er með þeim eiginleikum að hún rýrnar sífellt. Sífellt þarf fleiri krónur til að uppfylla raunvirði upphafleg upphæðar. Þannig hefur það verið svo lengi sem elstu menn muna. Til að vinna bug á þessu vandamáli er aðeis ein leið. Aðild að ESB og upptaka Evru.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.10.2010 kl. 11:53
Þetta er fín hugmynd Jón.
Verst að ekki skuli finnast nothæfur einstaklingur í Samfylkingunni til að vera þarna líka en það kemur mér samt ekki á óvart. Ég held að síðasta vitglóran hafa horfið úr þeim flokki með Ingibjörgu Sólrúnu.
Guðmundur Jónsson, 2.10.2010 kl. 12:06
Ómar : það er enginn að tala um "gefins" lán heldur að forsendur lánana hafa brugðist. Í upphafi þá fékk fólk útskrift á því hvað það þyrfti að borga og samþykkti það.
Fólkið samþykkti hins vegar ekki þessar stökkbreytingar sem hafa orðið á lánunum.
Það hefur því orðið alger forsendubrestur fyrir lánasamningunum
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 20:06
Hvaða gráðu hefur Sigmundur Davíð frá þessum þremur erlendu háskólum? Nú er það svo með meistara- eða doktorsgráður, að þær verða að vera frá einhverjum einum háskóla, en þessu er alveg sleppt í æviágripi Sigmundar Davíðs. Hann virðist aðeins vera með BS frá háskóla Íslands. Þór er með mastergráðu, og Tryggvi og Lilja með doktorsgráðu.
En spurningin er síðan hvort þetta skiptin einhverju máli? Eru þeir ekki allir með mismunandi skoðanir hvort sem er?
Bjarni (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 22:11
Guðmundur Jóns: Takk :)
Ég veit ekki hvort að vitglóra felist í því að vera skeleggur en annars ... no comment :P
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 22:46
Bjarni (IP-tala skráð) : Þau eru með sömu skoðun á hvernig þurfi að leysa málin varðandi lánin en með smá mismunandi útfærslum. Þau gætu eflaust fundið einfalda lausn á því.
Jón Á Grétarsson, 2.10.2010 kl. 22:50
Einfaldast fyrir Ragnheiði Örnu að kjósa Framsókn enda helmingur þeirra sem hún telur upp núverandi eða fyrrverandi Framsóknarfólk.
Enda hefur það sýnt sig að Framsókn leggur mikið upp úr því að vinna að lausnum í nútíð og framtíð. Aðrir mættu taka það til fyrirmyndar.
Gissur Jónsson, 3.10.2010 kl. 01:16
Sko, stöökkbreytingar? Það samþykkti að það tæki þessa raunupphæð að láni og vaxtaálag ofaná það. Lánin hafa í raun ekkert hækkað. Það er misskilningur. Það sem gerist er að gjaldmiðillinn rýrnar og þessvegna verður hærri krónutala 2010 en var 2005 sem dæmi. Vegna þess að fleiri krónur þarf til að fylla uppí raunverðgildi upphaflegu upphæðarinnar. Þar er bara þannig.
Svo þegar fólk er alltaf að tala um að ,,ekkert hafi verið gert" o.s.frv. Hvað er þá hægt að segja um þettasem dæmi frá Landsbanka:
,,Viðskiptavinum stendur til boða að færa íbúðalán í erlendum myntum og íslenskum krónum niður í 110% af markaðsvirði eignar. Með þessu eru skuldir lagaðar að virði eignar lántaka og eftirstöðvar áhvílandi láns, umfram 110% af markaðsvirði íbúðarhúsnæðis, eru felldar niður."
http://www.landsbanki.is/einstaklingsthjonusta/lausnirfyrirheimili/110adlogunibudalana/
Hvað er þetta? Og eg þekki baranokkur dæmi um þar sem þetta virkar. Að fólk hafi fengið slíka leiðréttinu. Umtalsverða sem munaði um. En fólk talar alltaf eins og bara ekkert hafi gerst. Skil ekki svona.
Þessvegna er það það sem flestir í rauninni vilja er, að aðrir eigi að borga lánin þeirra eða þeim verði dreift einhvernvegin niðrá alla þjóðina. þ.e. að ríkið komi til. Það er það sem flestir eru í raun að biðja um.
Nú má náttúrulega segja sem svo á móti, að flestir skuldi eitthvað og þar með sé verið að færa úr hægri vasanum í þann vinstri o.s.frv. en meginatriðið er samt að - hvenær er þá ríkið búið að niðurgreiða nóg? 20%. 30% ? Eða hvað. Það er bara opið hjá fólki. Og ennfremur að sú upphæð breytir ekki endilega öllu. Þeir sem eru illa staddir fyrir - verða alveg í svipaðri stöðu á eftir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2010 kl. 01:17
ómar : "Lánin hafa í raun ekkert hækkað."
Sko ... lánin hjá sumum hafa tvö til þrefaldast. Það hafa komið fram fjölmörg þannig dæmi.
Hættu þessu bulli.
Jón Á Grétarsson, 3.10.2010 kl. 11:19
Takk fyrir þetta Jón. Algjörlega sammála. Sannleikurinn um Ice-save mun smátt og smátt koma í ljós og hafi þeir þingmenn þakkir sem barist hafa gegn því að setja Icesave á herðar landsmanna.
---
Ómar þú segir að lánin hafi í raun ekkert hækkað. Ef þú ert ekki að grínast ertu að glíma við verulega afneitun eða eitthvað þaðan af verra. Ef komið verður með alvöru dæmi fyrir þig um tvöföldun og þaðan af meira hækkun lána geturðu þá dregið orð þín til baka?
Guðmundur St Ragnarsson, 3.10.2010 kl. 17:24
Sammála þessu hjá þér Jón.
Halla Rut , 3.10.2010 kl. 17:31
Las einhverstaðar að ástæðan fyrir því að VG forystan hlusti ekki á Lilju væri sú að hún hafi ekki lært hagfræðina í Austur Þýskalandi forðum daga :-P
Sævar Einarsson, 3.10.2010 kl. 19:35
Guðmundur & Halla Rut : Takk fyrir innlitið :)
Sævarinn: áhugaverð kenning :P
Jón Á Grétarsson, 3.10.2010 kl. 22:11
Það er eitt afar einkennilegt sem eg ef tekið eftir. Sumir, og reyndar ótrúlega margir, íslendingar eru skrifandi og gasprandi um allt milli himins og jarðar hérna uppá síðkastið - og án þess að það hafi hinn minsta vott eða þekkingu á nokkri andsk. máli og geri ekki minnstu tilraun til að kynna sér þau og við fræðslu er eins og þeim sé gjörsamlega úilokað að læra eða fræðast um nokkurn hlut.
Lánin hafa ekkert hækkað! Halló. Raunvirði lánanna er það sama! Skilur fólk ekki slíkan einfaldleika eða? Það að hærri krónutala er á blaðinu þýðir að gjaldmiðillinn hefur rýrnað! Það þarf fleiri krónur til að fylla upp í sama raunvirði! Skiljið þér eigi eða hvat?
Svo ætlið þið að fara að kjósa um öll mál hérna og skiljið ekki slíkt grundvallaratriði.
Það sem gerist svo í framhaldinu er að kaup mun hækka. Í þessu ákveðna tilfelli og tímabili, vegna sérstakra og sjaldgæfra aðstæðna, mun það gerast seinna en yfirleitt er reglan hér á landi með mattadormiðilinn ykkar sem rýrnar alltaf og rýrnar í höndunum á ykkur og þið bara: Haa? Lánin hækka!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.10.2010 kl. 23:09
Ómar Bjarki Kristjánsson segir meðal annars "Lánin hafa ekkert hækkað! Halló. Raunvirði lánanna er það sama!" raunvirði lánanna er það sama ? ég keypti íbúð 2003 á 12 milljónir og 500 þús krónum betur og er búinn að borga að meðaltali um eina milljón á ári síðan þá, 1 milljón x 7 ár = 7 milljónir en "raunvirði" lánsins eins og þú segir stendur engu að síður í rétt rúmum 20 milljónum þrátt fyrir að upphaflegt lán hefði verið 12,5 milljónir og ég búinn að borga 7 milljónir af því svo ekki gaspra um "raunvirði" lána við mig.
Sævar Einarsson, 3.10.2010 kl. 23:18
Já, þetta gæti alveg passað alveg sirka. Raunverðgildið er alveg það sama. Gjaldmiðillinn rýrnar svona. Það er bara þannig og þýðir ekkert að vera reiður við mig útaf því. Þetta er eðli ísl. krónunnar. Sífelld rýrnun á órahraða. Það er misskilningur að líta þannig á að ,,lánið hækki" sisona uppúr þurru. Þetta er rýrnun krónunnar. Það er sama raunverðgildi höfuðstóls og upphaflega + vextir eftir atvikum.
Við þessu er bara ein og aðeins ein raunhæf lausn. Aðild að ESB og upptaka Evru. En nei! Þá er það nú hinn mikli Satan!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.10.2010 kl. 00:09
Krónan hefur allt frá upphafi verið á meira og minna samfelldri niðurleið en hún hefur rýrnað um 99,95% frá 1920 borið saman við danska krónu. Á sama tíma hækkar auðvitað verð á öllu um svipaða tölu hvort sem það eru lán, laun eða annað. Málið er bara eins og Ómar segir að það stendur enn á launahækkunum.
Lán hafa ekkert stökkbreyst. Þau standa í stað. Það er hinsvegar peningurinn sem við fáum útborgað í sem skreppur stanslaust saman.
Kommentarinn, 4.10.2010 kl. 17:23
Ómar Bjarki: Vinnur þú í fjármálaráðuneytinu? Hljómar þannig allavega.
Jón Á Grétarsson, 5.10.2010 kl. 00:26
Kommentarinn: Ég er viss um að þú sért aðstoðarmaður Steingríms? Ekki satt?
Jón Á Grétarsson, 5.10.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.