1.12.2010 | 22:38
Hrunskatt takk
Það ætti að koma á "Hrunskatti" á hagnað bankana næstu 3-5 ár td á meðan þjóðin er að komast útúr kreppunni sem bankar ættu að greiða til heimilana í landinu.
Það er bara sanngjarnt þar sem öllum kostnaði af hruninu hefur verið velt yfir á þjóðina.
Það er skammarlegt að heyra frá Árna Páli um daginn að fyrirtækin séu í "skuldahreinsun" meðan heimilin blæða og auknar skattbyrðar eru lagðar á landsmenn. Þetta viðgengst þegar "hrein" vinstristjórn er í landinu.
Hafa hagnast um 35 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi s.k. hagnaður er að miklu leyti leikur að tölum. Þeir eru að uppfæra verðmat á eignum sem þeir fengu með miklum afslætti frá gömlu bönkunum. Rekstrarlega, standa þessir bankar illa og eru að skila slakri afkomu.
Þar að auki er lánsfjármarkaður lokaður fyrir þá og verður um ókomin ár nema á einhverjum okurxöxtum. Það eru sömu hálfvitarnir sem stjórna bönkunum núna og gerðu fyrir hrun, ef ekki meiri hálfvitar.
Ekki láta blekkjast af þessum hallærislega talnaleik, þeir eru enn og aftur að fegra(falsa) uppgjörin sín eins og gert var fyrir hrun.
Guðmundur Pétursson, 2.12.2010 kl. 04:12
Takk fyrir þessa athugasemd Guðmundur Pétursson, en þar sem síðunni þinni hefur verið lokað, dreg ég þessar upplýsingar sem þú nefnir stórlega í efa.
Jón Á Grétarsson, 2.12.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.