15.10.2011 | 12:20
Er OR skaðabótaskyld?
Ef það verða einhverjar skemmdir af völdum þessara skjálfta sem sannarlega eiga upptök sín vegna niðurdælingar vatns í Hellisheiðarvirkjun, er þá Orkuveita Reykjavíkur skaðabótaskyld?
Þetta er alger tilraunastarfsemi og enginn veit hvað skeður virðist vera.
Annars er búið að vera líflegt síðan í gærkvöldi hérna í hveró. Þrumur og eldingar í gærkvöldi og svo skjálftar í morgun.
Skjálftarnir setja óhug í fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það er hægt að losa um spennu í jörðu með stjórnanlegum hætti þá er hér um stórkostlegt tækifæri að ræða til að koma í veg fyrir stóra hamfaraskjálfta og mikil skammsýni að stöðva slíkt vegna tímabundinna óþæginda.
Það er líka mjög gott að geta skapað smáa skjálfta til að halda opnum glufum fyrir gufu upp úr jarðskorpunni og þannig halda uppi afköstum virkjana.
Takist okkur að stjórna skjálftavirkni með svona aðferðum þá erum við að sjá fram á mikla möguleika í fyrirbyggjandi aðgerðum og forða bæði skemmdum á mannvirkjum og hugsanlega mannfalli.
Það er því rétt að skoða þetta betur áður en fólk ríkur upp í geðshræringu og tekur vanhugsaðar ákvarðanir.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.10.2011 kl. 23:16
Takk fyrir innlitið Þorsteinn. Ertu jarðeðlisfræðingur?
Jón Á Grétarsson, 16.10.2011 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.