Hellisheiðin illa upplýst

Þar sem er verið að slökkva á þessum staurum þá finnst mér að það mætti alveg færa þessa staura á Hellisheiðina, því það er engin lýsing þar. 

Þá fara þeir ekki til spillis.

Þetta er mjög nauðsynlegt þar sem þetta er lífæð höfuðborgarsvæðisins til Hveragerðis (já og suðurlandsins líka reyndar Wink) !


mbl.is Dimmir yfir Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lýsing er óþörf og staurarnir hættulegir, nema við gatnmót.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 12:06

2 identicon

Sammála Gunnari, þessi lýsing á Reykjanesbr. er óþörf, einungis ætti að vera lýsing við gatnamót. Ef bíll rennur til í hálku á brautinni þá eru þessir staurar bara lóðrétt hindrun og frekar hætta af þeim en annað.

Kjartan (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:12

3 identicon

Sæl nú.

Sjálfur er ég verkfræðinemi við Tækniháskóla Danmerkur og er í meistaranámi í umferðaverkfræði. Þessi ákvörðun vegagerðarinnar er að mínu viti algerlega glórulaus og þá einna helst þar sem það er verið að þvinga ökumenn til að aka inn og út úr lýstu svæði alla Reykjanesbrautina. Þetta eitt gerir það að verkum að augu ökumanns eru alla aksturleiðina að reyna venjast birtunni en þar sem þetta verður alla leiðina ná augun aldrei að venjast birtuskilyrðum. Fyrir utan þetta er ég svo algerlega sammála fyrri ræðumönnum um að ljósastaurarnir gera ekkert annað en að skapa hættu við útafakstur og held ég að ég geti fullyrt að lýsing utan þéttbýlis þekkist nánast ekki annars staðar í Evrópu. Ég leyfi mér að stórlega að efast um að það hafi verið haft samráð við umferðaröryggisfræðinga við þessa döpru ákvörðunartöku og vildi ég glaður benda Vegagerðinni á að slökkva algerlega á lýsingunni eða halda henni allri.

Stefán Þór Pétursson (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:45

4 identicon

Enginn þörf á að hafa ljósastauranna. og vegna þess hversu langt bil er á milli akreinanna til keflavíkur og reykjavíukur þá er hægt að keyra með háu ljósin alla leið án þess að maður fái blikk á móti sér. sé að ansi margir sem eru að aka til reykjavíkur keyra með háu ljósin alla leiðina

Gísli.R (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:59

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Stefán Þór, ég er algjörlega sammála þessu með inn og út úr birtunni. Gjörsamlega út í hött.

"Umferðarverkfræði" er spennandi grein og gott að vita að fólk sé að mennta sig á þessu sviði. Til hamingju með það!

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 13:17

6 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Takk fyrir innlitið allir.

Eftir smá umhugsun þá varð ég sammála þeim sem hafa gert athugasemdir hérna.

Hins vegar var ég að reyna að sjá út verkefni fyrir þá ljósastaura sem myndu verða teknir niður á Reykjanesbrautinni.

Það mætti vera ljós í kringum Litlu Kaffistofuna sem dæmi.

Jón Á Grétarsson, 1.11.2011 kl. 19:57

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það hefði verið nær að fækka um annanhvorn þingmann.

Þorvaldur Guðmundsson, 1.11.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband