Skölunaratriði

Mér sýnist að vandamálið í þessu sé skölunaratriði.  Mega erlendir aðilar kaupa hús eða jarðir hérna og hvað stórt þá?

Einbýlishúsalóð? Sumarbústaðalóð? Bóndabýli?

Ísland er sirka 103.000 km2 og hann ætlaði að kaupa 300km2 sem er frekar of stórt fyrir minn smekk.  Samkvæmt vísindavef háskólans er Reykjavik 273km2 til samanburðar.  Hvað ef hann myndi vilja kaupa 103.000 km2 ?

Erlendir aðilar eiga eignir og lóðir á íslandi og það er ekkert að því.  Sem dæmi dettur mér í hug Bauhaus, sem eru með stóra byggingu hinum meginn við Krepputorgið.  Það er í lagi?  Êg veit reyndar ekki hvernig eignarhaldið á þeirri byggingu og landi er, en segjum að hún sé í eigu þýskra aðila í þessu dæmi.


mbl.is Huang gagnrýnir Vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband