Hvaða lausnir eru?

Hvað er til ráða? Nokkrar pælingar.

Ljós undir brúnna. Það mætti raða sterkum ljóskösturum undir brúnna.  Ég veit að það virkar allavega á loðnu því hún forðast ljós en ég er ekki viss með síldina.  TIlraunarinnar virði.  Mér finnst ólíklegt að síldin sé að leita þarna inn á daginn því almennt er fiskur uppi í sjó á nóttinni og niðri á daginn.

Léttar netgirðingar.  Það mætti strengja tvær netgirðingar frá hvorum enda brúarinnar í kannski 45° horni út í sjó.  Þær myndu ekki loka fyrir streymið en skarast þannig að önnur næði lengra út.  Þetta væri hægt að gera úr td 50 mm Dynex neti (ofurefni) sem er mikið grennra en net í nótum.  Streymið í gegnum slíkt net er margfalt á við nætur.  Hvernig þeim er fest í endann sem nær útí sjóinn er útfærsluatriði en það yrði að festa einhverju niður á botninn til að hafa sæmilega tengingu.

Dæla síldinni þegar hún á leið inn.   Ég veit ekki hvað skip komast nálægt brúnni en það væri hugmynd að setja síldardælu samskonar og skipin nota (eina eða fleiri) við brúnna og dæla þegar þegar aðfallið er og síldin þá væntanlega á leiðinni inn í fjörðinn.  Ég veit ekki hvernig þessar dælur vinna og veit ekki hversu raunhæft þetta er.  Einhver gæti upplýst mig frekar?

Lausann stórgrýtisgarð. Setja niður stórgrýtisgarð í U útfyrir brúnna þannig að flæðið verði eitthvað í gegnum stórgrýtið en ekki alveg stopp.  Það yrði hindrun fyrir síldina þannig að mikið minna af síld myndi rata inn. Garðurinn mætti ná rétt uppúr meðalstraumsfjöru.

Ég set þessar hugmyndir bara hérna til viðrunar.  :)

Það sem mér finnst raunhæfast í þessum pælingum eru netgirðingarnar, því þar hef ég mesta þekkingu.  Ég vinn semsagt við að hanna veiðarfæri sem fara á 1.5-6.0 sjómílna hraða í gegnum sjóinn.  Streymið þarna getur varla verið meira en það.

 


mbl.is „Fjörðurinn er dauðagildra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leyfa náttúrunni að hafa sinn gang? þetta er matur fyrir aðra.

Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 24.10.2013 kl. 19:30

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Þetta er bara svo mikil sóun Sævar. EInhverstaðar sá ég að þetta voru 50þúsund tonn og þetta rotnar bara og er engum til gagns.

Jón Á Grétarsson, 24.10.2013 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband