12.5.2007 | 18:07
Kartöflúr
Ég er ekki mikill kartöflukaggl og sleppi gjarnan að hafa kartöflur með máltíð. En núna er ég alveg húkkt á þeim eins og ég matreiði þær núna.
Ég sker þær niður í þunna báta og set í eldfast mót með olíu. Salta og set saxaðan hvítlauk yfir og svo krydd sem ég fann sem heitir "chili explosion" sem er í svona "malarstauk" vel yfir allt. Þetta baka ég í tæpan klukkutíma á 200°C
Þó maður sé alveg sprunginn þá getur maður ekki hætt i þessum kartöflum, bara gott.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning