Hvítasunnuhelgin

Þessi helgi er búin að vera í miklum rólegheitum hérna. Það varð smá jarðskjalfti á laugardaginn sem var eins og smá dynkur. Fólki hérna í Hveragerði finnst þetta bara vera vinarlegt, langt síðan það hefur komið skjálfti hérna.

Ég fór svo í fjallgöngu á sunnudaginn. Ég prílaði alla leið upp á Hamarinn hérna, mikið afrek smile
Ég sá að þetta er alveg kjörinn staður fyrir td veitingarhús. Rosa flott útsýni ofan af Hamrinum. Það sést út í eyjar, Þorlákshöfn, StoksEyrarbakka, Selfoss og svo upp Gufudal og Reykjardal.

Snjóflóð í Hlíðarfjalli! Ótrúlegt að heyra um snjóflóð í endaðan mai. Það er allt hvítt fyrir norðan og þeir auglýsa að það sé opið fyrir skíðafólk.

Já svo skrifaði ég "ruslpóstkvörn" fyrir vef kerfið. Hún sést ef þú klikkar á Skoðanir. Þetta blokkerar alveg þessa ruslpóstrobota sem spamma síður. Það getur verið að það þurfi ekki svona marga stafi, en sjáum til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband