29.1.2007 | 21:42
Stutt helgi
Fín helgi núna eins og venjulega þegar börnin mín eru hjá mér. Bara alltof stutt.
Síðasta föstudag vorum við Rebekka í noatúni, og vorum að labba eftir einum ganginum þegar við komum að pari sem stóð þarna og voru að spjalla. Konan var mjög þykk.
Rebekka sem labbaði á undan og var að skoða í hillurnar tók eftir þeim þegar var sirka meter eftir í þau, stoppaði alltíeinu, horfði upp á konuna og svo gall í henni: "VÁ feit kona!".
Svo labbaði hún áfram.
Parið virtist ekki hafa tekið eftir henni.
Þegar ég labbaði fram hjá þeim þá voru þau að tala saman á pólsku.
Frábært að það séu svona margir pólverjar að vinna hérna ekki satt?
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning