18.1.2007 | 13:45
Fín helgi
Frábær helgi. Við fórum út á laugardaginn með snjóþotu á rúnntinn.
Fórum fyrst í Eden og þegar við vorum þar inni þá bað Rebekka um pening til að fá tyggjó. Ég sagði að ég væri ekki með pening (Rebekka er nýkominn úr dýrri tannviðgerð þar sem þurfti að gera við alla jaxlana og draga einn út)
En Rebekka sagði, "Ég er með pening". Svo stakk hún hendinni í vasann og rétti fram tóman lófann með ímynduðum pening, "Sko hérna er peningur" Svo þóttist hún setja peninginn í tyggjókúluvélina og sneri sveifinni aðeins. "snarkle snarkle" Og viti menn, það KOM tyggjókúla rennandi niður tyggjóspíralinn á hraðferð, ekki ímynduð kúla heldur venjuleg bleik kúla. Bara snilld, við hlógum okkur vitlaus.
Svo ætluðum við að elda pizzu heima og fórum að versla stuff til þess en þegar við vorum búin að fá allt áleggið sem við ætluðum að setja á sinn helminginn hver þá var ekki til þurrger (sem er náttúrulega must í botninn). Ég lét samt slag standa og reyndi að redda þessu annarsstaðar. En eftir að hafa kíkt í bakaríið þá var ljóst að það var ekkert þurrger til sölu í kúrígúrí. Svo mundi ég eftir að það voru til lasagnaplötur heima og bjó til lasagna úr sumu af pizza stuffinu. Það heppnaðist bara ágætlega, Aron fékk sér tvo kúfaða diska og Rebekka fékk líka tvisvar á sinn disk. Ég á ennþá eftir að segja Aroni að uppistaðan í sósunni á milli er mín version af gráðaostasósu. Þetta á maður eftir að gera aftur.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning