Slæm hugmynd

Að lengja lán í 80 ár er mjög mjög mjög slæm hugmynd.  Afar slæm.  Og einstaklega vitlaus.  Þar með eykst vextir og verðbætur og þegar upp er staðið verður fólk búið að borga margfalt meira. 

Ég fór á námskeið hjá Ingólfi spara.is meistara og þar kenndi hann að það ætti frekar að reyna að stytta lán og borga inn á höfuðstólinn.  Með því móti þá borgar maður mikið minna þegar upp er staðið.

Það væri mikið betra í stöðunni í dag ef það væri hægt að afnema verbæturnar STRAX.  

Annað sem er mjög áríðandi að gera ef það er ekki hægt að afnema verðbæturnar er að lækka stýrivextina niður fyrir 10%


mbl.is Vilja að lánstími verði tvöfaldaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er með ólíkindum heimskuleg hugmynd.

Þessar konur hafa að öllum líkindum ekki velt málinu vel fyrir sér, heldur fundist þær knúnar til þess að leggja eitthvað af mörkum til umræðunnar.

Hún er ávallt skopleg tilhneiging mannsins til að finna skyndilausnir.

Kær kveðja félagi,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband