29.6.2009 | 09:00
Kjördæmapot
Þetta mál lyktar mjög mikið af kjördæmapoti samgönguráðherra. Eins og traffíkin var um helgina með tilheyrandi hægagangi ætti öllum að vera ljóst að tvöföldun Suðurlandsvegar er afar brýnt verkefni.
Vegurinn milli Reykjavíkur og Stór-Hveragerðis svæðisins ætti að vera forgangsverkefni enda er þetta tenging við allt suðurlandið.
Eins milli Hveragerðis og Selfoss. Þar vanntar líka mikið uppá að setja aðreinar og fráreinar við þá mörgu afleggjara sem eru á þeirri leið. Td þar sem er beygt rétt hjá Selfossi upp að þrastarlundi sem manni finnst alveg augljóst að það eigi að vera aðreinar og fráreinar.
Að lokum legg ég til að ríkisstjórnin segi af sér.
Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég kalla það nú frekar kjördæmapot að setja alla 100 milljarðana á höfðuborgarsvæðið. Það er nú ekki eins og að það kjördæmi hafi farið varhluta af peningum á undanförnum árum og áratugum. Væri kanski aðeins vitlegra og skemmtilegra þjóðfélag ef Íslendingar færu að byggja upp landið allt og jafna uppbygginguna meðal landsmanna.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.