Sykur er meiri skaðvaldur

Sykur er meiri skaðvaldur, já það er satt.

Mér finnst að það ætti fyrst að banna sykur og sykraðar matvörur áður en tóbak verður bannað.

Þetta er pjúra forræðishyggja og á vel við í stjórnartíð Steingríms og Jóhönnu.

Það er örugglega helmingur þjóðarinnar yfir kjörþyngd og þar er sykrinum eingöngu um að kenna.

 Helmings skömtun á sykri 2011 og svo algert bann 2012. 


mbl.is Tóbak verði tekið úr almennri sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá vitum við hvaða ár við flytjum okkur sjálf og fyrirtækið úr landi. Yes, hlakka til. Þetta er að breytast í helvíti þeirra sem þykjast vita eitthvað en vita ekki neitt.

Dagga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Marilyn

Ég er nú ekkert verri þótt ég þurfi í ríkið að kaupa mitt tóbak en ég er nokkuð sammála þér með sykurinn. 

Ég held samt ekki að forræðishyggja sé málið heldur frekar bara aukin fræðsla til fólks og aukin meðvitund um það hvað er í draslinu sem verið er að bjóða upp á. hvað er t.d.  málið með það að sykurskatturinn nái yfir kolsýrt vatn og sojamjólk á meðan dísætar mjólkurvörur eru látnar í friði og í skjóli falskra auglýsinga fá að þykjast vera hollustufæða og "léttar". 

Marilyn, 11.9.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Óskar

Kjánalegt. það er sykur í flest öllu. Ávöxtum, brauði, hrísgrjónum.

og það er ekki sykrinum að kenna að helmingur þjóðarinnar sé yfir kjörþyngd

það er bara að borða of margar kaloríur.

Óskar, 11.9.2009 kl. 23:51

4 identicon

Allveg fáránleg rök hjá þér ættir kannski að kynna þér málin aðeins og skoða líffræði

Arnar (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:30

5 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

... nei.

hvort er líklegra að reykingamaður sem borðar sykur drepist af sykrinum eða reykingunum?

Björn Leví Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 02:05

6 Smámynd:

Hugsaði svipað og þú þegar ég rakst fyrst á þessa frétt en eftir meiri íhugun þá held ég nú að tóbakið sé verra en sykurinn og við sjáum nú hvernig fór þegar forræðishyggjan var látin lönd og leið - engin stýring á bankakerfinu og við í djúpum skít. Nei ég held það sé bara sniðug lausn til að forða t.a.m. ungum krökkum frá því að byrja að fikta að hafa bara sérstakar tóbaksbúðir bannaðar innan 18 ára. Því þótt krakkar kannski komist í tóbak víða þá er svo margt fullorðið fólk hætt að reykja að aðgenginu er ekki saman að jafna við það sem var þegar við vorum ung.

, 12.9.2009 kl. 11:36

7 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Dagga: Alveg sammála

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 12:49

8 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Marilyn: Aukin fræðsla er af hinu góða.  Ég er ekki að botna þetta með sykurskattinn heldur

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 12:54

9 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Óskar:  Ávextir og hrísgrjón eru ekki sykraðar matvörur, heldur eru þær með náttúrulegum sykri (nema tómatar sem er ranglega flokkað sem grænmeti).  Það virkar lang best að hætta að borða sykur fyrir þá sem eru í megrun.  Ég veit um einn sem hætti að drekka kók og léttist við það sem dæmi.

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 13:00

10 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Björn:  Jú.  Lang flestir borða sykur en einungis 20% þjóðarinnar reykir.

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 13:02

11 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd

 http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101

Friðrik Páll Jónsson 

Kristinn Tómasson 

Valgerður Á. Rúnarsdóttir 

Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)

Kristinn Tómasson 

Friðrik E. Yngvason 

Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:09

12 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Dagný: Það er kannski langsótt að líkja reykingum og forræðishyggju gagnvart bankakerfinu saman, en þú gerir það ágætlega ;)

Ég held að aukin fræðsla sé málið en ekki boð og bönn.

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 13:10

13 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Alexander: Takk.

Btw. það er nammidagur í dag, ekki satt?

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 13:19

14 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

13:00          Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Kosning fundarstjóra

Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra

13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.

13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.

14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.

14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.

14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur. 

14:45-15:00 Kaffihlé. 

15:00-16:30 Vinnuhópar

16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra. 

17:00          Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.

 

Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:34

15 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta er forræðishyggja, svo mikið er víst.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.9.2009 kl. 13:53

16 Smámynd: Jón Á Grétarsson

J. Einar Valur: nkl.

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 13:55

17 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Jón ... þú getur ekki borið saman skaðsemi tóbaks og sykurs þar sem samanburðarhóparnir eru 100% þjóðarinnar á móti 20%

ef þú vilt skoða skaðsemi sykurs miðað við tóbaks þá  verður þú að vera með hóp reykingafólks sem borðar ekki sykur og jafn stóran hóp fólks sem reykir ekki en borðar sykur. Svo þarftu einnig að bæta við control hóp til þess að fylgjast með baseline. Frávik frá því baseline í reykingum og sykri gefa þér svo vísbendingar um hvort sykur eða tóbak er skaðlegra.

Þú ert að summa upp miklu stærri hóp fólks sem borðar sykur .. en án þess þó að gefa nokkrar heimildir fyrir heildar "kostnaði" sykurneyslu á heilbrigðiskerfið ... eins og það sem læknaþing gerði fyrir tóbakið.

Björn Leví Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 14:57

18 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Björn: Jú ég get borið þetta saman, sjáðu þarna að ofan.  Ég styðst við hárnákvæmar vísindalegar rannsóknir sem verða framkvæmdar á næstu árum.

En að öllu gamni slepptu, þá er ekki meiri sykur fyrir þig í dag.

Tilgangurinn með því að halda þessu fram var að vekja fólk til umhugsunar ... 

Jón Á Grétarsson, 12.9.2009 kl. 18:12

19 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

hehe... merkilegt nokk þá borða ég miklu minna nammi hérna úti í US. Miklu meira af nammi á Ísland - kom mér á óvart.

Björn Leví Gunnarsson, 13.9.2009 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband