21.2.2009 | 16:30
Slæm hugmynd
Að lengja lán í 80 ár er mjög mjög mjög slæm hugmynd. Afar slæm. Og einstaklega vitlaus. Þar með eykst vextir og verðbætur og þegar upp er staðið verður fólk búið að borga margfalt meira.
Ég fór á námskeið hjá Ingólfi spara.is meistara og þar kenndi hann að það ætti frekar að reyna að stytta lán og borga inn á höfuðstólinn. Með því móti þá borgar maður mikið minna þegar upp er staðið.
Það væri mikið betra í stöðunni í dag ef það væri hægt að afnema verbæturnar STRAX.
Annað sem er mjög áríðandi að gera ef það er ekki hægt að afnema verðbæturnar er að lækka stýrivextina niður fyrir 10%
![]() |
Vilja að lánstími verði tvöfaldaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 21:34
Eitt metrakerfi - ein mynt
Mér finnst þetta fjárhættuspil með mynt ekki sniðugt. Það er að vísu löglegt fjárhættuspil að díla með mynt. Margt fólk hefur atvinnu af þessu og það er ekkert hámark til að spila með.
Ég er þeirrar skoðunar að allir ættu að taka upp metrakerfið, og allir eigi að nota sömu mynt.
Þetta sem hefur skeð síðasta árið ætti að fá fólk til að hugsa dæmið með gjaldeyrir upp á nýtt.
Landsframleiðsla landana sem hafa lennt í hremmingum hefur verið svipuð sem ætti að benda til að fólk hefði það svipað en alltí einu hafa kjörin rýrnað helling og fólk atvinnulaust. Það er vegna þeirra sem sýsla með lán og gjaldeyrir hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Þeir sem stjórnuðu bönkunum borguðu sér ofurlaun fyrir vel unnin störf en hvar erum við stödd núna?
![]() |
Sviss gæti orðið næsta Ísland" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2009 | 15:25
Back
Jæja ég er kominn aftur úr Afríku sjótúrnum. Fór út með rússa og var með því skipi í 3 vikur og fékk svo far með olíubirgðaskipi til baka. Það tók um viku.
Áður en ég fór um borð í olíubirgðaskipið þá var ég að verða sígarettulaus, enda reiknaði ég ekki með að vera svona lengi. Svo þegar olíubirgðaskipið lagðist upp að okkur og byrjaði að dæla olíu yfir til okkar þá stóð fjögurra metra stórum rauðum stöfum framan á því "NO SMOKING" Ekki lagðist þetta vel í mig.
Ég sendi skeyti í vinnuna og bað þá að senda mér karton. Það var svarað: "Ekkert mál en einkaþyrlan er upptekin svo við fáum bara herþotu leigða og sendum nokkur karton niður strompinn hjá þér"
Ég var búinn að setja mig í stellingar að vera reyklaus á olíubirgðaskipinu.
Svo þegar ég var kominn þar um borð fékk ég gefins karton frá skipstjóranum og það var reykt þar í brúnni og matsalnum.
Fæðið var alveg súper þar miðað við fiskiskipið sem ég var á. Þar var mest makríll í matinn alla daga. Maturinn var það slæmur miðað við rússneskan sjómannasið að yfirkokkurinn var laminn um áramótin. Þetta var svona fljótandi borg með 100 manna áhöfn og þar með talið sirka 10 manna "inspectors" frá Máritaníu.
Ég endaði á kanarí og var þar í tvo daga. Svo flaug ég heim: Kanarí - Madríd - Amsterdam - Keflavík sem var um 15 tíma törn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)