30.4.2009 | 23:54
Hefur ekki kjark
Tryggvi Þór, Sigmundur Davíð og Lilja Mósesdóttir eru menntaðir hagfræðingar sem hafa verið kosnir á þing sem hafa haldið þessari hugmynd uppi. Það er svipuð leið sem Þór Saari sem er líka menntaður hagfræðingur hefur komið með útfærslu á.
En svo kemur flugfreyjan Jóhanna og segir að þetta sé arfavitlaust? Ekki vissi ég að hún væri með hagfræðiþekkingu? Eða jarðfræðingurinn Steingrímur?
Við ættum að hlusta á þetta góða fólk sem við höfum kosið á þing (Tryggva, Sigmund, Lilju og Þór) sem hefur þekkingu á efnahagsmálum!
Gylfi Magnússon var ekki kosinn af okkur. Af hverju ætti hann að ákveða þetta?
Hérna er lýðræðið að ulla á okkur.
![]() |
Viðskiptaráðherra skoðar niðurfærslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2009 | 17:41
Sleit málþófa

Óvíst er hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, getur tekið þátt í lokaspretti kosningabaráttunnar fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir að hann varð fyrir því óláni að slíta málþófa undir lok æsispennandi, margframlengds þingfundar í gær.
Þetta eru önnur meiðslin sem Bjarni verður fyrir á skömmum tíma, en var er sem kunnugt er nýkominn á ról aftur eftir slæm stjórnarslit.
(Heimild: http://www.baggalutur.is )
![]() |
Umræðu um stjórnskipunarlög hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2009 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2009 | 08:36
Lýðræðið í gíslingu minnihlutans
Þetta leikrit sem hefur verið síðasta árið á alþingi er ekki fólki bjóðandi. Leikritið heitir "Stjórn og Stjórnarandstaða". Það virðist ekki skipta svo miklu hver á í hlut en þetta er hálf barnalegt þar sem á sér stað þarna. Á "vælendaskrá" voru 26 í nótt þegar þingfundi var slitið. Þarna er minnihlutinn að taka lýðræðið í "gíslingu" og leyfir ekki málinu að þróast áfram með eðlilegum hætti.
Almennilegt lýðræði er þannig að meirihlutinn kúgar minnihlutann en þessu er öfugt farið hérna hjá okkur.
![]() |
Umræðan gæti staðið endalaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)