7.9.2010 | 22:11
Færeyjingar vinaþjóð nema þessi "Penis"
Þessi "Penis með Rana" er ekkert sérlega vinskeyttur okkur íslendingum, en færeyjingar eru okkar besta vinaþjóð.
Ég les orð stundum vitlaust .. og þetta var eitt af þeim momentum :P
Danir eru náttúrulega í hörkufílu síðan útrásarvíkingarnir fóru yfir Strikið og keyptu Magasin.
Danir blása Jenis-málið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2010 | 22:25
Íslendingar eru í fullum rétti
Makríll er veiddur núna vestur og austur af landinu. Inn í íslenskri lögsögu. Fólk hefur verið að veiða makríl í höfnum, td Akureyri og Keflavík. Þannig að makríllinn er allstaðar í kringum ísland.
Fyrir 5 árum var ég með í að veiða makríl við Vestmannaeyjar. Síðan þá hefur þetta smám saman verið að aukast.
Makríllinn er kominn til að vera.
Og hann étur fæðið frá öðrum í fæðukeðjunni eins og til dæmis frá lundanum og fjöldann af öðrum dýrum. Lundastofninn er að deyja bæði í Vestmannaeyjum og við Breiðafjörð. Þetta skýrist trúlega af hlýnandi veðurfari og að makríllinn þrífst betur hérna.
Svo við erum í fullum rétti að nýta makrílinn.
Annars verður EU að borga fæði og uppihald fyrir makrílinn. :P
Vonandi að stjórnvöld beri gæfu til að halda þessu uppi.
Í fullum rétti til makrílveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2010 | 14:12
Er verið að þagga í Jóni?
Það er greinilegt að þessi ríkisstjórn er staðráðin í að troða íslandi inn í EU hvað sem það kostar. Jafnvel þó að allar skoðanakannanir segi að þjóðin vilji þetta ekki.
Og þá er þaggað niður í Jóni (sem ég er sjaldnast sammála nema núna) sem segir að það sé verið að aðlaga regluverkið að Evrópusambandinu jafnvel þó að Aðildarviðræður séu ekki hafnar.
Það er vægast sagt skrítið.
Telur að um misskilning sé að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2010 | 08:25
Þrefaldur höfuðstóll eðlilegur?
Gylfi, sem var Ekki kosinn af okkur til að sinna þessu starfi, ætti að taka pokann sinn í dag.
Er það eðlilegt að lán hafi tvö og þrefaldast á svona stuttum tíma?
Fullt af fólki hefur farið mjög illa út úr því að taka þessi lán og margir farið í gjaldþrot og margir á leiðinni þanngað.
Það er engin sanngirni í þessum lánum og þau ættu að endurreiknast miðað við þær forsendur sem starfsmenn bankana prenntuðu út við töku lánsins.
Mér finnst að þeir fulltrúar sem við kusum á þing til að vinna fyrir okkur ættu að fara að sinna starfinu sínu!
Á að standa vörð um fjármálastofnanir eða fólkið?
Of þungt högg á kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2010 | 12:19
Nýr sponsor
Mér sýnist að Tiger þurfi að fara fá sér nýja sponsora.
Hvað væri helst fyrir hann að auglýsa? ?
Hvernig værri DUREX ?
Gatorade segir Woods upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2010 | 22:37
Höfum nógan tíma
Þjóðin er að fara að kjósa um þetta mál 6. mars og það liggur ekkert á að semja fyrir þann tíma. Höllendingar, Bretar og "Ríkisstjórnin" okkar pressa á að þetta þurfi að semjast fyrir þann tíma.
Af hverju?
Allar líkur eru á að þetta verði kolfellt og hvaða staða kemur þá upp? Það er nokkuð ljóst að staða Íslands mun snarstyrkjast og hægt verður að ræða betur í grunninn ábyrgð breta og hollendinga í þessu máli öllu.
Eins með Evrópusambands regluverkið og hryðjuverkalögin sem Bretar settu á okkur.
Af hverju erum við ekki búin að höfða mál út af hryðjuverkalögunum? Um daginn voru þau dæmd ólögleg vegna 5 einstaklinga í englandi.
Steingrímur vildi samt að þessir samningar yrðu samþykktir um síðustu áramót og þröngvaði þessu í gegnum þingið. Bestu samningar í stöðunni!
Sérstaklega tók maður eftir hvað Steingrímur var í paniki í kvöld í kvöldfréttunum og vildi að þetta myndi leysast á allra næstu dögum. Maður sá taugatitrings-svitadropana perlast á enninu á honum.
Það er vegna þess að ef það verður kosið um þetta mál og fellt, þá er stjórnin endanlega rúin trausti. Össur, Steingrímur og Jóhanna vilja ekki að það gerist ... skrítið.
Icesave fundur á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.2.2010 kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2010 | 00:07
Hagfræðiprófessor - Lögfræðiálit
Það sem er athugavert við málflutning Anne Sibert er:
"Sjálf sagðist Sibert í samtali við RÚV eingöngu hafa ætlað að útskýra lagalegar hliðar deilunnar á hlutlausan hátt"
Hún er Hagfræðiprófessor, ekki Lögfræðingur ... af hverju er hún hæf til að útskýra lagalegar hliðar? Og þá sér í lagi á milliríkjadeilu þar sem menn þurfa að hafa sérþekkingu á þessum málum til að tjá sig um þau.
Svo er annað mikið alvarlegra. Á þessum tímapunkti er hugað að því að semja aftur með nýjum forsendum um Icesave. Og þá kemur fulltrúi Samfylkingarinnar í umboði Jóhönnu Sigurðardóttir fram með þessum hætti og veikir málstað Íslands á erlendum vettvangi.
... DREKINN
Sibert undrast hörð viðbrögð Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2010 | 00:18
Við höfum kjark ! Stöndum saman.
Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson er búinn að gera meira gagn fyrir þjóðina á þremur dögum heldur en ríkisstjórnin á Heilu ári!
Hann talaði viðmælandann í kaf á BBC og varpaði réttlátu ljósi á þá kúgun og yfirgang sem við höfum orðið fyrir af hálfu Breta og Hollendinga í þessum svokölluðu samningaviðræðum.
Í hvert skipti sem Jóhanna opnar munninn þá er hún með grátstafinn í kverkunum og talar allt niður. Hún getur engann veginn tjáð sig fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grund þar sem hún er lítt fær í að tala ensku svo skammlaust sé. Hún er engann veginn það sameiningarafl sem ísland þarf á að halda núna, heldur þver-öfugt.
Það er búið að vera hátíð hjá Steingrími síðasta árið í "skúringunum". "Þetta er allt ljóta fólkinu að kenna í hinum flokkunum og við verðum að borga allt". Það virðist að það sé hagmunir hans að allt fari á ennþá verri veg en þarf að vera. "Ég sagði ykkur það"
Núna þurfum við að sameinast um að fella þessa vitleysu og semja á nýjum nótum.
LaRouche stoltur af forseta Íslands Ég held við megum öll vera stolt !
Lög um þjóðaratkvæði samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 21:47
Dómadags rausari af gamla skólanum
Það er alltaf sama viðkvæðið hjá Jóhönnu "Skjaldborg" Sigurðardóttur að ef fólkið í kringum hana gerir ekki nákvæmlega eins og hún segir, þá fari allt til fjandans.
Og þessar spár hennar sýna ótvírætt að hún hefur menntað sig á sviði hagfræði, eða hvað?
Humms nei ... hún er menntuð FLUGFREYJA.
Fólk segir að hún hafi verið svo lengi í stjórnmálum að hún hlýtur að kunna allt í efnahagsstjórnun.
Ég bara spyr: Þarf fólk ekki að læra grundvöllinn allavega í einhverjum hlutlausum skóla?
Tökum sem dæmi flugfreyju sem hefur verið 30 ár að þjóna fólki í farþegarými (félagsmálum), hún hlýtur að kunna allt í sambandi við flug og getur jafnvel flogið vélinni með alla þessa reynslu í farþegarýminu?
Neibb: Hún hefur aldrei lennt í því að nauðlenda flugvél eða lært nokkuð til þess.
Það er stóri munurinn á að vera flugfreyja og flugstjóri.
Flugstjórar hafa gengið í gegnum þjálfun og lærdóm á ýmsu sem viðkemur flugi og þeim hættum sem þar leynast. Og kunna þarmeð að bregðast við ýmsu því sem kemur ekki upp daglega. Þarna er ég að tala um hagfræðnám og í tilfelli Jóhönnu þá vanntar þessa kunnáttu alveg.
Auðvitað er svo Jóhanna og samfylkingin að gæta hagsmuna Breta og Hollendinga, því annars getur minnihluti þjóðarinnar (samfylkingin) ekki sótt um aðild að ESB.
Þetta er helsta áhyggjuefni samfylkingarinnar og Jóhönnu "Skjaldborgar", því að með ESB forræði, hljóta öll áhyggjuefni þjóðarinnar (samfylkingarinnar) að leysast.
Þetta finnst mér vera gjörsamlega vanhæf og hugmyndalaus ríkisstjórn!
Frostavetur falli Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2009 | 23:45
Hvar á ég að kvitta?
Ég styð þetta framtak InDefence hópsins.
Það er búið að taka alla fyrirvara sem voru samþykktir í sumar út úr þessu samkomulagi.
Forseti synji Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)