Höfum nógan tíma

Þjóðin er að fara að kjósa um þetta mál 6. mars og það liggur ekkert á að semja fyrir þann tíma.  Höllendingar, Bretar og "Ríkisstjórnin" okkar pressa á að þetta þurfi að semjast fyrir þann tíma. 

Af hverju?

Allar líkur eru á að þetta verði kolfellt og hvaða staða kemur þá upp?  Það er nokkuð ljóst að staða Íslands mun snarstyrkjast og hægt verður að ræða betur í grunninn ábyrgð breta og hollendinga í þessu máli öllu. 

Eins með Evrópusambands regluverkið og hryðjuverkalögin sem Bretar settu á okkur.

Af hverju erum við ekki búin að höfða mál út af hryðjuverkalögunum?   Um daginn voru þau dæmd ólögleg vegna 5 einstaklinga í englandi.

Steingrímur vildi samt að þessir samningar yrðu samþykktir um síðustu áramót og þröngvaði þessu í gegnum þingið.  Bestu samningar í stöðunni!

Sérstaklega tók maður eftir hvað Steingrímur var í paniki í kvöld í kvöldfréttunum og vildi að þetta myndi leysast á allra næstu dögum.  Maður sá taugatitrings-svitadropana perlast á enninu á honum.

Það er vegna þess að ef það verður kosið um þetta mál og fellt, þá er stjórnin endanlega rúin trausti.  Össur, Steingrímur og Jóhanna vilja ekki að það gerist ... skrítið.


mbl.is Icesave fundur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband