Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2011 | 08:26
Makríllinn og EU
Ég hallast að þeirri skoðun að makríllinn éti upp sílið. Síðasta sumar var veiddur makríll allt í kringum landið, ekki bara fyrir sunnan eins og hefur verið algengt mörg undanfarin ár heldur fyrir vestan, norðan og austan.
Makríllinn fékkst líka víða í höfnum landsins og annars staðar eins og í kringum Flatey á Breiðarfirði. Ég heyrði líka um að hann hafi fengist td á Akureyri og Ísafirði. Þannig að makríllin var útum allan sjó á síðasta ári.
Mér finnst að það ætti að koma þessari niðurstöðu rannsóknar Freydísar rækilega á framfæri við erlenda fjölmiðla, eins og líka EU.
Mér finnst sjálfsagt að við íslendingar aukum veiðarnar á makrílnum með sjálfbærum og gagnsæum hætti svo hvað sem skotar og EU eru að segja.90% af kríuungum hungurmorða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2010 | 21:37
Ásmundur starfar af heilindum
Það mættu fleiri þingmenn taka Ásmund sér til fyrirmyndar. Hann er trúr sinni sannfæringu og því sem flokksþingið hefur samþykkt ásamt því sem hann hefur lofað sínum kjósendum.
En þarna kristallast líka flokksforingjaræðið á alþingi og hvernig þrískiptingu valdsins er ábótavant. Það þarf að aðskilja Framkvæmdarvaldið betur frá Löggjafarvaldinu.
Í þessu tilfelli er það Samfylkingin sem ræður för og allir á alþingi þurfa að sitja og standa eins og þeim (Jóhönnu eða fámennri klíku) þóknast. Best væri ef alþingi væri alveg óháð ríkisstjórninni.
En Ásmundur stendur sig vel!
Hissa á ummælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2010 | 12:24
En skjús me ESB ...
Settu ESB og Norðmenn ekki einhliða kvóta fyrir sig fyrir 2 vikum?
Hvar er þeirra ábyrgð?
Skipum verði bannað að landa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2010 | 00:41
Þetta er EKKI þér að þakka !!!
Þessi frétt er ógeðfelld að því leiti að það er eins og Árni Páll hafi actually haft einhver áhrif á hvernig samningurinn er.
brb æla.
Býsna góð niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2010 | 22:38
Hrunskatt takk
Það ætti að koma á "Hrunskatti" á hagnað bankana næstu 3-5 ár td á meðan þjóðin er að komast útúr kreppunni sem bankar ættu að greiða til heimilana í landinu.
Það er bara sanngjarnt þar sem öllum kostnaði af hruninu hefur verið velt yfir á þjóðina.
Það er skammarlegt að heyra frá Árna Páli um daginn að fyrirtækin séu í "skuldahreinsun" meðan heimilin blæða og auknar skattbyrðar eru lagðar á landsmenn. Þetta viðgengst þegar "hrein" vinstristjórn er í landinu.
Hafa hagnast um 35 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2010 | 16:58
Þarf ekki að samþykkja aðild fyrst?
Ég hélt að það þyrfti að samþykkja aðild áður en væri farið í aðildarferli.
Er það bara ég eða finnst öðrum þetta ekkert grunsamlegt?
Hvað er Samfylkingin búin að koma okkur í ?
Veit Steingrímur af þessu?
Aðildarferlið gengið vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2010 | 21:07
Sigmundur, Lilja, Þór og Tryggvi eru með lausnirnar
Ég myndi vilja sjá Lilju Mósesdóttur, Sigmund Davíð, Þór Saari og Tryggva Herbertsson semja lausnir fyrir heimilin og leysa úr þeim forsendubresti sem hefur ríkt á lánum heimilanna síðustu tvö ár.
Aðrir þingmenn eiga bara að snarhalda kjafti og hlýða !
Alþingi verður að skila lausnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
14.9.2010 | 09:23
Íslendingar úthluti kvóta!
Makríllinn er útum allan íslenska sjó að éta upp allt fæði sem aðrir stofnar hafa svo ég myndi segja að við eigum að nýta makrílinn í staðinn fyrir þá stofna sem eru að deyja út.
Við ættum því að úthluta kvóta til annarra af makrílnum!
Og ekki leyfa öðrum að veiða of mikið.
Íslendingar verða að gefa ýmislegt eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 21:41
Óeðlilegt að þingmenn fjalli um sjálfa sig
Eyða ári í svona vitleysu er bara ótrúlegt.
Rannsóknarskýrslan hefði átt að lenda á borði ekki "sérstaks saksónara" heldur "mjög sérstaks saksónara á sterum" og dómstigið hefði átt að sjá um þetta.
Hver vill ákæra fólk úr sama flokki?
Annað sem stakk mig þegar "heilög" Jóhanna flutti ávarp við upphaf þingsins að staða heimilana var þar hvergi að finna. Annað eins og fiskveiðistjórnun var mikilvægast að sinna?
Jóhanna og hennar "stjórn" gefur Skít í Heimilin semsagt !
Þingfundur hefst á mánudagsmorgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2010 | 08:34
Ísland úthluti ESB kvóta?
Þar sem mikið magn af makríl er allt í kringum ísland og ég hef heyrt að makríllinn sé farinn að hrygna hérna, væri þá ekki eðlilegast að Ísland úthluti ESB kvóta?
Bara pæling
Makríllinn hefur verið að koma hingað í auknu magni síðustu ár og tekur sinn toll af lífríkinu og étur upp fæðu sem aðrir stofnar byggja sína tilveru á.
Lundastofninn sem dæmi er að hrynja.
Við þurfum því að nýta þennan stofn í staðinn, og þá skynsamlega og leyfa ESB bara að fá hæfilegt magn.
Sögð geta hindrað ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)