Ásmundur starfar af heilindum

Það mættu fleiri þingmenn taka Ásmund sér til fyrirmyndar.  Hann er trúr sinni sannfæringu og því sem flokksþingið hefur samþykkt ásamt því sem hann hefur lofað sínum kjósendum.

En þarna kristallast líka flokksforingjaræðið á alþingi og hvernig þrískiptingu valdsins er ábótavant.  Það þarf að aðskilja Framkvæmdarvaldið betur frá Löggjafarvaldinu.

Í þessu tilfelli er það Samfylkingin sem ræður för og allir á alþingi þurfa að sitja og standa eins og þeim (Jóhönnu eða fámennri klíku) þóknast.   Best væri ef alþingi væri alveg óháð ríkisstjórninni.

En Ásmundur stendur sig vel!


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Af hverju sagði hann óhikað og stórt JÁ við ICESAVE-KÚGUNINNI gegn íslenskum gamalmennum, börnum og foreldrum?   Maðurinn starfar nefnilega ekki af heilindum.

Elle_, 21.12.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er þetta ekki svipað og Pétur Blöndal var "skammaður fyrir" af sínum eigin flokksmönnum, að vilja minna skrifræði og sleppa sumu af því bulli sem var og er enn verið að lögleiða.

Er lítið fyrir að taka upp hanskann fyrir aðra en kannski vita menn ekki meira, þegar ákvarðanatakan á að eiga sér stað, og kjósa "eftir bestu vitund", sem er að sjálfsögðu, aldrei betri en akkúrat í það skiptið. Þá er það að sjálfsögðu spurning um "matreiðslu" eigin flokksmanna (með/á móti) og síðast og ekki síst eigin heila, hvað kemur út.

Eins og einhver sagði: "Fólk er vitlaust".

Sindri Karl Sigurðsson, 21.12.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband