17.6.2009 | 22:03
Eigur ríkissins (okkar)
Þarna kom það.
Þetta er örugglega auðvirðulegasti samningur sem gerður hefur verið fyrir Íslands hönd.
Jón Sigurðsson og margir fleiri munu snúa sér í marga hringi í gröfinni.
Nokkrir augljósir púnktar:
* Það leikur efi á að við (íslenskur almenningur = ríkið) eigum að borga iceslave reikningana.
* Eignir Landsbankans úti metnar á 75-95% af því sem innistæðutryggingar ná til. Mér finnst að þeir ættu þá að geta hirt þessar eignir og látið gott heita.
* Að enskir dómstólar skeri úr með ágreining er óásættanlegt. Það þarf að vera algerlega hlutlaus dómstóll sem dæmir um ágreining.
* Að erlendir aðilar geta gengið að eigum ríkissins (eignum okkar) er líka óásættanlegt. Ekki stofnuðum við reikninga erlendis heldur einkarekið fyrirtæki. Hvað verður metið sem eigur ríkissins? Auðlindirnar? Orkan? Fiskurinn í sjónum?
Manni verður jafn óglatt að lesa þessa frétt eins og þegar maður sá glottið á Steingrími J. í heila viku þegar það var verið að mynda minnihlutastjórnina í vor.
Vanhæf ríkisstjórn? Ekki spurning.
Að lokum legg ég til að ríkisstjórnin segi af sér.
![]() |
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)