17.1.2011 | 08:26
Makríllinn og EU
Ég hallast að þeirri skoðun að makríllinn éti upp sílið. Síðasta sumar var veiddur makríll allt í kringum landið, ekki bara fyrir sunnan eins og hefur verið algengt mörg undanfarin ár heldur fyrir vestan, norðan og austan.
Makríllinn fékkst líka víða í höfnum landsins og annars staðar eins og í kringum Flatey á Breiðarfirði. Ég heyrði líka um að hann hafi fengist td á Akureyri og Ísafirði. Þannig að makríllin var útum allan sjó á síðasta ári.
Mér finnst að það ætti að koma þessari niðurstöðu rannsóknar Freydísar rækilega á framfæri við erlenda fjölmiðla, eins og líka EU.
Mér finnst sjálfsagt að við íslendingar aukum veiðarnar á makrílnum með sjálfbærum og gagnsæum hætti svo hvað sem skotar og EU eru að segja.90% af kríuungum hungurmorða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón, þessi skortu á sandsílinu á sér miklu lengri aðdraganda en svo að hægt sé að kenna makrílnum um það. En tilkoma hans hér við land á allra síðustu árum bætir auðvitað gráu ofan á svart.
Þórir Kjartansson, 17.1.2011 kl. 08:42
Þórir, satt er það, þetta á sér ekki einhlýtar skýringar. En koma makrílsins í eins miklu magni og orðið er hlýtur að vera umhugsunarefni.
Jón Á Grétarsson, 17.1.2011 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.