30.8.2007 | 08:03
Sumarið er tíminn ...
Þetta er búið að vera fínasta sumar og maður frekar latur við að blogga. Ég var með krakkana á 17.jún sem var frábær hérna í Hveró, algert mæjorkaveður og mikið líf. Hara systurnar stóðu fyrir skemmtunum í sundlauginni þar sem flestir bæjarbúar mættu.
Svo var farið út í Flatey með krökkunum og farið í ævintýraferðir um kríuvarp og fleira í þeim dúr. Það sést í myndaalbúmminu. Aron fór út á sjó með afa sínum og öðrum og var fiskað 96 þorskar á 3 tímum sirka. Góður afli það! Hann brann svo öðru meginn i andlitinu en hárið bjargaði hinum hlutanum en þetta var yfir hádegið og logn og sól og mitt sumar.
Svo var tekinn rúntur á Ísafjörð og svo ættarmót í Sælingsdal seinna um sumarið. Það var langamma föðurmeginn sem var tilefnið og var vel sótt. Það spáði rigningu þannig að ég hætti við að vera í tjaldi en svo var þurrt alla helgina. Rebekka var fljót að kynnast krökkum á svipuðu reki.
Blómstrandi dagar voru núna síðustu helgi og mikið fjör í Hveró. Hoppikastali, markaður, hundasýning, sniglabandið leikir og fjör.
Breytt 12.8.2008 kl. 14:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning