31.10.2008 | 18:02
Auka í 200 stk
Í ljósi kreppunnar sem er í gangi og að það er óhætt að veiða 400 stykki hrefnu, þá finnst mér alveg hæfilegt að auka kvótann í minnst 200 stykki. Helst reyndar meira en þetta er hæfilegt skref í einu.
Fyrir utan að snöggsteikja 1 cm þunnar sneiðar þá er í uppá haldi að skera í örþunnar "carpacio" sneiðar og vera með soyja sósu og wasapi.
Snilldar matur og enginn kreppumatur, langt þar í frá !
Vilja áframhaldandi hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gallinn við þetta er að fáir vilja þetta... og 50 duga fyrir ársneyslu innanlands
Jón Ingi Cæsarsson, 31.10.2008 kl. 22:28
Ég held að það sé ekki rétt. Núna er sumarið búið og veiðin hætt og hrefnan hætt að fást. Það sýnir að það er góð eftirspurn eftir hrefnukjöti.
Þetta hefur ekki verið á markaðinum lengi og fólk feimið við þetta af því að það kann ekki að elda kjötið.
Hvað er öðruvísi við að borða hrefnukjöt eða hreindýrakjöt? Eða nautakjöt? Eða annan mat sem er veiddur við landsteinana eins og ýsu?
Jón Á Grétarsson, 31.10.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.