10.11.2008 | 18:28
Skrifar enginn gegn þessu á BBC?
Er enginn sem mótmælir þessu á BBC og leiðréttir söguna?
Núna virðast skotar ætla að sparka í "liggjandi" þjóð með svona rausi.
Mér finnst að einhver ætti að skrifa um þetta og útskýra málin sem hefur vit á þessu. Eins og einhverjir fagaðilar til dæmis, utanríkisráðuneytið, sendiráðið (dýra) í London, útgerðarmenn, og önnur samtök, ASÍ, BSÍ eða hvað þetta allt heitir.
Saka Íslendinga um ofveiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla bara rétt að vona að þessu verði svarað!
Sporðdrekinn, 10.11.2008 kl. 20:44
Íslendingar eru búnir að haga sér eins og villimenn í þessum veiðum, eins og víðar, ef því verður við komið. Að láta LÍÚ reyna einhverja réttlætingu á þessum bræðslumokstri er eins og að láta Lalla Johns réttlæta Árna Johnsen.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.11.2008 kl. 21:44
Hafsteinn: Það er mikill misskilningur að þeir séu að veiða í bræðslu. Flestir eru farnir að frysta aflann til manneldis og einstaka skip eins og Huginn vinna aflann um borð. Makríllinn hefur veiðst í haust til helminga móti síld. Þ.e. þeir hafa fengið í sama halinu 50% makríl á móti 50 % síld.
Þú ættir allavega að kynna þér málin áður en þú kemur með svona athugasemdir.
Já og ekki gera lítið úr Lalla Johns !
Jón Á Grétarsson, 11.11.2008 kl. 08:37
Hafsteinn: Sjá td þessa frétt
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/11/11/unnid_a_voktum_i_vestmannaeyjum/
Jón Á Grétarsson, 11.11.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.