22.12.2008 | 16:38
Hilsen fra Dakhla
Ég sit hérna í lobby á hóteli í Dakhla og er að drepa tímann þanngað til á morgun, þá fer ég væntanlega á sjó (þorláksmessa). Ég gisti í Casablanca í gær og þetta er svolítið öðruvísi en maður hefur kynnst áður. Casablanca er borg með 6 milljón íbúum. Umferðarmenningin er þannig að td strikin í götunni eru bara til skrauts. Það er flautað og swingað til og frá og í myrkrinu eru háu ljósin mikið notuð. Maður var náttúrulega plataður í fyrsta leigubílnum, borgaði 40 EUR þar sem átti að borga 25 EUR. En það var fyrir hálftíma akstur frá flugvellinum niður í hótelið í miðbænum.
Franska og arabíska eru notuð hérna til skiptis, erfitt að finna einhvern sem skilur eitthvað í ensku.
Það var voða sérstakur ilmur sem mætti manni þegar maður lennti í Casablanca. Svona sambland af kryddi og einhverju öðru sem ég á erfitt með að festa fingur á. Það er reykt allstaðar, fólk drepur í sígóinu útum alla flugstöð sem dæmi.
Þegar ég tékkaði mig inn á hótel hérna í Dakhla þa spurði ég hvort það mætti reykja á herberginu. "jájá minnsta málið, en ekki hass" svo sprungu allir úr hlátri.
Það er uþb þriggja klukkutíma flug hingað frá Casablanca og seinni tvo tímana sá maður bara sand, en meiri gróður norðar nær Casablanca. Þetta tilheyrir víst Vestur-Sahara sem er í umsjón Marocco. Hérna búa uþb 60þús manns skilst mér. Ég spurði í lobbyinu hvort þeir ættu kort að Dakhla en svarið var nei, "það er hins vegar kort hjá Moskunni" ...
Ég reikna með að fara á sjóinn á morgun og svo veit maður ekki hvað verður nema að ég á flugmiða aftur tilbaka 5-6 janúar.
Gleðileg jól :)
Athugasemdir
Já gleðileg jól. Hvernig svo sem það er hægt þegar maður er á sjó Og það frá Norður - Afríku - úff!
, 23.12.2008 kl. 07:26
Já þetta er öðruvísi. Það eina sem minnir á jólin hérna er pínkulítið jólatré í matsalnum á hótelinu.
Jón Á Grétarsson, 23.12.2008 kl. 10:19
Hva var ekki hægt að finna pláss neitt nær en þetta?
Gleðileg jólin og gangi þér vel á heimleiðinni.
Sverrir Einarsson, 23.12.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.