Back

Jæja ég er kominn aftur úr Afríku sjótúrnum.  Fór út með rússa og var með því skipi í 3 vikur og fékk svo far með olíubirgðaskipi til baka.  Það tók um viku. 

Áður en ég fór um borð í olíubirgðaskipið þá var ég að verða sígarettulaus, enda reiknaði ég ekki með að vera svona lengi.  Svo þegar olíubirgðaskipið lagðist upp að okkur og byrjaði að dæla olíu yfir til okkar þá stóð fjögurra metra stórum rauðum stöfum framan á því "NO SMOKING"   Ekki lagðist þetta vel í mig.

Ég sendi skeyti í vinnuna og bað þá að senda mér karton.  Það var svarað: "Ekkert mál en einkaþyrlan er upptekin svo við fáum bara herþotu leigða og sendum nokkur karton niður strompinn hjá þér"

Ég var búinn að setja mig í stellingar að vera reyklaus á olíubirgðaskipinu.

Svo þegar ég var kominn þar um borð fékk ég gefins karton frá skipstjóranum og það var reykt þar í brúnni og matsalnum.

 Fæðið var alveg súper þar miðað við fiskiskipið sem ég var á.  Þar var mest makríll í matinn alla daga.  Maturinn var það slæmur miðað við rússneskan sjómannasið að yfirkokkurinn var laminn um áramótin.  Þetta var svona fljótandi borg með 100 manna áhöfn og þar með talið sirka 10 manna "inspectors" frá Máritaníu.

Ég endaði á kanarí og var þar í tvo daga.  Svo flaug ég heim: Kanarí - Madríd - Amsterdam - Keflavík sem var um 15 tíma törn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Velkominn til baka ( lifandi). Geðheilsunni hefur verið borgið þegar þú komst á þennan olíudall. En gastu ekki fengið beint flug heim frá Kanarí, er ekki alltaf einhver ferðaskrifstofa að fljúga sólarsjúklingum þarna út. Ca 4 tíma flug.

Ég er að reyna að verða mér úti um Floridaferð núna í vor, verst hvað atvinnuástandið er ótryggt um þessar mundir og ekki bæta fréttirnar þar um þegar  þetta er skrifað.......en verður maður ekki að lifa í voninni um að þetta lagist allt...ég fer þá bara þarna út í haust hehe.

Ég nefnilega ólíkt þér er að far út til að "gera ekki neitt" í hálfan mán. annað en liggja á bakinu í sólinni og út að borða..

Sverrir Einarsson, 8.2.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Takk Sverrir.  Já þetta var skárra á olíudallinum.  Annars finnst mér makríll alveg ágætur.  Smakkaði hann í súpu,  steiktan, maríneraðan og heitreyktan í heimasmíðuðum ofni sem dekkliðið var með.  Það var eiginlega best. 

Það var allt uppbókað í beina flugið.

Jón Á Grétarsson, 8.2.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband