20.11.2008 | 21:13
Til eftirbreytni !
Mér finnst þetta frábært framtak hjá Rannveigu. Á þessum hörðu tímum þegar fólk er að tapa sparifé, myntkörfulán tvöfaldast, verðtrygging blæs upp íbúðalán, matvöruverð jafnvel tvöfaldast, og fyrirtæki eru að LÆKKA laun starfsmanna þá er þetta mjög jákvæð frétt.
Þar sem Rannveig var einu sinni vélstjóri á skipi sem pabbi var fyrsti stýrimaður þá hefur maður smá nasasjón af hversu dugmikil hún er. Hún hugsar vel um sína.
Mér finnst að allir aðrir atvinnurekendur ættu að taka þetta til fyrirmyndar og alvarlegrar athugunar !
Mér finnst líka að þeir sem sjá eitthvað athugavert við þetta ættu að leita sér sérfræðiaðstoðar fljótlega.
![]() |
Kreppubónus hjá Alcan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 08:46
Bill Gates skorar eitt stig!
Þetta er í fyrsta skipti laaangan tíma sem manni langar að kaupa eitthvað frá Microsoft. Annars er ég Linux gaur, td er þessi færsla skrifuð í Línux.
Þetta líka vekur upp hugsanir að við ættum ekki að ganga í ESB, við ættum td frekar að ganga í NAFTA og taka upp Dollarann í leiðinni. Bandaríkin vilja að sem flestir taki upp dollarann og jafnvel hvetja til þess! Öfugt en það sem á við ESB og evru þar sem eru ströng skilyrði um efnahagsstöðuleika (bögg)
![]() |
Microsoft tekur stöðu með krónunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)