Bill Gates skorar eitt stig!

Þetta er í fyrsta skipti laaangan tíma sem manni langar að kaupa eitthvað frá Microsoft.  Annars er ég Linux gaur, td er þessi færsla skrifuð í Línux.

Þetta líka vekur upp hugsanir að við ættum ekki að ganga í ESB, við ættum td frekar að ganga í NAFTA og taka upp Dollarann í leiðinni.   Bandaríkin vilja að sem flestir taki upp dollarann og jafnvel hvetja til þess!  Öfugt en það sem á við ESB og evru þar sem eru ströng skilyrði um efnahagsstöðuleika (bögg)


mbl.is Microsoft tekur stöðu með krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar færðu það upp að BNA vilji hvetja aðra til að taka upp dollarann?

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:56

2 identicon

Þú þarft kannski að hafa líka í huga að þetta gætu verið viðbrögð MS við því hvað margar stofnanair og fyrirtæki eru að skoða alvarlega opinn hugbúnað sökum geigvænlegra hækkana á leyfissamningum.

Svo yrði náttúrulega æðislegt að lenda í hópi Mið- og Suðurameríkuríkja sem nota U$D sem de-facto gjaldmiðil, þar er efnahagsástand í miklum blóma, ekki satt.

Og til að vera laus við allar svona leiðinlegar reglur og höft gætum við til dæmis hent byggingareglugerðinni og leyft allt sem ekki truflar alþjóðlega loftferðasamninga, svipað og var í Nevada (sem útskýrir arkítektúrinn í Las Vegas).

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:00

3 identicon

Microsoft viðskiptahugbúnaður hefur átt mjög undir högg að sækja hér á landi eins og annarsstaðar og viðskiptin hafa nánast hrunið. Sama má segja um stýrikerfi og skrifstofuhugbúnað (sbr. Office-pakka MS) Þetta er því nauðvörn Microsoft og ekkert annað. Bill Gates gefur engum neitt, fyrir alla muni ekki að líta á svona lið sem "velgjörðarmenn" eða eitthvað í þá áttina. Það er ekkert gott til í bandarískum þjóðarkarakter.

Samurai (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 09:08

4 Smámynd:

Er það nú ekki soldið svínsleg alhæfing Samurai

, 20.11.2008 kl. 10:48

5 identicon

Samurai, það var u.þ.b ekkert rétt í þessu commenti hjá þér. Ættir kannski að taka af þér Microsoft-hatursgleraugun áður en þú tjáir þig næst.

Svona þér að segja þá er Bill Gates einn sá ötulasti sem leggur til góðgerðarmála í heiminum.Væri líka ágætt ef þú áttaðir þig á því að Bill Gates er ekki lengur starfsmaður Microsoft og vinnur nú full-time hjá góðgerðarstofnuninni sinni.

Ég sé heldur ekki hvernig 90% markaðshlutfall á stýrikerfum flokkast undir nauðvörn.

Stebet (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:17

6 Smámynd: Hildur Sif Thorarensen

Þetta er í raun beggja hagur. Það er vesen að skipta um kerfi hjá stóru fyrirtæki og það kostar ofsalega mikinn pening. Með þessu móti spara fyrirtækin og Microsoft heldur í kúnnana. Óþarfi að dæma Microsoft fyrir að vera Microsoft þegar þeirra hagur er okkar hagur líka. Þetta var ágætis framlag hjá þeim og þessi lága tala (120 kr) kom mér mjög á óvart. Ég hefði haldið að þeir festu það hærra.

P.S. Opensource hugbúnaður er kannski frír en starfsmaðurinn sem kann á hann er það ekki.

Hildur Sif Thorarensen, 20.11.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband